Erlent

Al­þjóð­legi saka­mála­dóm­stóllinn viður­kennir nauðganir sem stríðs­glæp

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Jean-Pierre Bemba.
Jean-Pierre Bemba. vísir/epa
Dómur Alþjóðlega sakamáladómsins í Haag, sem féll í máli Jean-Pierre Bemba í fyrradag, er sögulegur fyrir þær sakir að í fyrsta sinn eru nauðganir viðurkenndar sem stríðsglæpur af dómstólnum. Þetta er einnig í fyrsta skipti sem stjórnandi í herdeildar er sakfelldur fyrir slík brot án þess að taka sjálfur þátt í glæpnum. Þetta kemur fram á vef The Economist.

Dómarar koma sér fyrir til að kveða upp dóm sinn í málinu.vísir/epa
Bemba var um skeið varaforseti Demókratíska lýðveldisins Kongó en glæpir þeir sem hann var sakfelldur fyrir áttu sér stað árin 2002 og 2003. Þá stýrði hann um 1.500 hermönnum MLC-hreyfingarinnar sem fóru yfir landamærin til Miðafríkulýðveldisins. Þar rændu frömdu þeir morð og nauðganir á íbúum auk þess að ræna, rupla suma og eyðileggja lönd annarra.

Því var ekki haldið fram að Bemba hefði nauðgað nokkrum á meðan þessu stóð en hins vegar var hann talinn bera ábyrgð á verknaðinum þar sem hann fór með stjórn hersveitarinnar. 

Yfir 5.200 manns voru á vitnalista í málinu. Þau sem mættu fyrir dóminn báru því við að menn Bemba hefðu farið eins og stormsveipur um landsvæðið og ráðist gegn öllum þeim sem á vegi þeirra urðu. „Flestar nauðganirnar áttu sér stað á almannafæri og oftar en ekki fyrir framan vini og ættingja fórnarlambanna. Eina markmiðið var að meiða og skapa glundroða meðal fólks,“ sagði réttargæsumaður fórnarlambanna.

Líkt og áður segir hefur Bemba verið sakfelldur fyrir fjölda brota. Refsing yfir honum hefur enn ekki verið ákveðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×