Fótbolti

Fyrirliðinn hélt við eiginkonu liðsfélaga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Keller á spjalli við þjálfara Randers, Colin Todd, sem hefur meðal annars stýrt liði Bolton.
Keller á spjalli við þjálfara Randers, Colin Todd, sem hefur meðal annars stýrt liði Bolton. vísir/getty
Það er allt í uppnámi hjá danska liðinu Randers eftir að upp komst um ástarsamband fyrirliða liðsins við eiginkonu annars leikmanns liðsins.

Fyrirliðinn, Christian Keller, hélt við eiginkonu Jonas Borring. Borring er nú skilinn við konuna, Kira, en þau búa samt enn í sama húsi með börnum sínum.

Þjálfari Randers, Colin Todd, er búinn að setja Keller á bekkinn.

„Hann segir að ég sé á bekknum þar sem aðrir menn séu betri en ég í augnablikinu. Ég virði það og félagið. Ég fer eftir því sem stjórinn segir,“ sagði Keller.

Fyrirliðinn hefur ekki rætt við Borring síðan að málið komst upp.

„Málið er á borði félagsins og félagið tekur ákvörðun. Ég sé ekki annað gerast en að annar okkar fari frá félaginu. Ég veit ekki hvor okkar það verður,“ sagði Keller en hann segist líka finna til með Borring.

„Ég er búinn að segja liðsfélögunum frá því sem gerðist. Ég er ekki kaldur maður sem hefur enga samúð. Ég er með hjarta og ég fylgdi mínu hjarta í þessu máli. Þess vegna kom þessi staða upp.“

Það er oft talað um að regla númer eitt í búningsklefum íþróttaliða sé að menn stinga ekki undan félaganum.

„Það særði mig mikið að Kira skildi hafa ákveðið að vera með Christian. Samband mitt við Christian verður aldrei hægt að laga því hann braut aðalregluna. Hann stakk mig í bakið,“ sagði Borring eðlilega sár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×