Ódýrasti iPhone-inn til þessa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2016 21:14 Frá kynningunni á iPhone SE í dag. vísir/getty Apple kynnti í dag nýjan síma, iPhone SE, en hann er minni en nýjustu útgáfurnar af símanum sem eru á markaðnum nú. Þá er iPhone SE jafnframt ódýrasti iPhone-inn hingað til en í umfjöllun Telegraph kemur fram að hann komi til með að kosta 399 dollara. Ekki liggur þó fyrir hvað hann mun kosta hér á landi en hægt verður að panta fyrirfram á netinu frá og með fimmtudeginum 24. mars. iPhone SE verður um 10 sentímetra langur og þannig töluvert minni en iPhone 6 Plus til að mynda en hann er um 15 sentímetrar. Síminn er því svipaðri að stærð og til dæmis iPhone 5s sem kom út árið 2013. Einn af stjórnendum Apple, Greg Jozwiak, sagði á kynningu fyrirtækisins í dag að fyrirtækið hefði selt meira en 30 milljón síma sem eru svipaðir að stærð og nýi iPhone-inn. Þá segir Thomas Husson, sérfræðingur í farsímamarkaðnum, að símar eru jafnstórir og iPhone 6 séu ekki fyrir alla. „Þeir símar hafa verið sérstaklega vinsælir í Asíu en það er eftirspurn eftir minni tækjum. Það þarf að láta iPhone 5s hverfa smám saman af markaðnum og kynna til sögunnar ódýrari síma sem er samt búinn gæðum iPhone 6,“ segir Husson. Tim Cook, forstjóri Apple, notaði síðan tækifærið og áréttaði þá afstöðu fyrirtækisins að það hyggst berjast gegn því af öllum mætti að Bandaríska alríkislögreglan, FBI, fái leyfi til að brjótast inn í iPhone-síma Syed Rizwan Farook sem skaut 14 manns til bana í San Bernardino í desember síðastliðnum. „Við bjuggum símann til fyrir ykkur og fyrir mörg okkar er þetta mjög persónulegt tæki,“ sagði Cook. Sjá má alla kynningu Apple hér. Tengdar fréttir Enn slær í brýnu milli Apple og bandarískra yfirvalda Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að afstaða Apple í dulkóðunarmálinu skaði stofnanir sem vinni að því að tryggja réttindi borgara. 10. mars 2016 22:45 Nýr iPhone verður væntanlega minni en iPhone 6 Apple kynnir nýungar 21. mars næstkomandi. 12. mars 2016 11:47 John Oliver tæklar deilu FBI við Apple um dulkóðun Segir að Rússland og Kína muni líklega ekki sætta sig við að hafa ekki sömu tæki og Bandaríkin. 14. mars 2016 10:36 Kynnir Apple smærri iPhone? Farið yfir leka og orðróma vegna stórrar kynningar Apple á mánudaginn. 19. mars 2016 22:52 Kynning Apple á nýjum iPhone í beinni Talið er að tæknirisinn muni kynna nýjan minni iPhone og nýjan iPad á kynningu klukkan fimm í dag. 21. mars 2016 16:00 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Apple kynnti í dag nýjan síma, iPhone SE, en hann er minni en nýjustu útgáfurnar af símanum sem eru á markaðnum nú. Þá er iPhone SE jafnframt ódýrasti iPhone-inn hingað til en í umfjöllun Telegraph kemur fram að hann komi til með að kosta 399 dollara. Ekki liggur þó fyrir hvað hann mun kosta hér á landi en hægt verður að panta fyrirfram á netinu frá og með fimmtudeginum 24. mars. iPhone SE verður um 10 sentímetra langur og þannig töluvert minni en iPhone 6 Plus til að mynda en hann er um 15 sentímetrar. Síminn er því svipaðri að stærð og til dæmis iPhone 5s sem kom út árið 2013. Einn af stjórnendum Apple, Greg Jozwiak, sagði á kynningu fyrirtækisins í dag að fyrirtækið hefði selt meira en 30 milljón síma sem eru svipaðir að stærð og nýi iPhone-inn. Þá segir Thomas Husson, sérfræðingur í farsímamarkaðnum, að símar eru jafnstórir og iPhone 6 séu ekki fyrir alla. „Þeir símar hafa verið sérstaklega vinsælir í Asíu en það er eftirspurn eftir minni tækjum. Það þarf að láta iPhone 5s hverfa smám saman af markaðnum og kynna til sögunnar ódýrari síma sem er samt búinn gæðum iPhone 6,“ segir Husson. Tim Cook, forstjóri Apple, notaði síðan tækifærið og áréttaði þá afstöðu fyrirtækisins að það hyggst berjast gegn því af öllum mætti að Bandaríska alríkislögreglan, FBI, fái leyfi til að brjótast inn í iPhone-síma Syed Rizwan Farook sem skaut 14 manns til bana í San Bernardino í desember síðastliðnum. „Við bjuggum símann til fyrir ykkur og fyrir mörg okkar er þetta mjög persónulegt tæki,“ sagði Cook. Sjá má alla kynningu Apple hér.
Tengdar fréttir Enn slær í brýnu milli Apple og bandarískra yfirvalda Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að afstaða Apple í dulkóðunarmálinu skaði stofnanir sem vinni að því að tryggja réttindi borgara. 10. mars 2016 22:45 Nýr iPhone verður væntanlega minni en iPhone 6 Apple kynnir nýungar 21. mars næstkomandi. 12. mars 2016 11:47 John Oliver tæklar deilu FBI við Apple um dulkóðun Segir að Rússland og Kína muni líklega ekki sætta sig við að hafa ekki sömu tæki og Bandaríkin. 14. mars 2016 10:36 Kynnir Apple smærri iPhone? Farið yfir leka og orðróma vegna stórrar kynningar Apple á mánudaginn. 19. mars 2016 22:52 Kynning Apple á nýjum iPhone í beinni Talið er að tæknirisinn muni kynna nýjan minni iPhone og nýjan iPad á kynningu klukkan fimm í dag. 21. mars 2016 16:00 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Enn slær í brýnu milli Apple og bandarískra yfirvalda Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að afstaða Apple í dulkóðunarmálinu skaði stofnanir sem vinni að því að tryggja réttindi borgara. 10. mars 2016 22:45
Nýr iPhone verður væntanlega minni en iPhone 6 Apple kynnir nýungar 21. mars næstkomandi. 12. mars 2016 11:47
John Oliver tæklar deilu FBI við Apple um dulkóðun Segir að Rússland og Kína muni líklega ekki sætta sig við að hafa ekki sömu tæki og Bandaríkin. 14. mars 2016 10:36
Kynnir Apple smærri iPhone? Farið yfir leka og orðróma vegna stórrar kynningar Apple á mánudaginn. 19. mars 2016 22:52
Kynning Apple á nýjum iPhone í beinni Talið er að tæknirisinn muni kynna nýjan minni iPhone og nýjan iPad á kynningu klukkan fimm í dag. 21. mars 2016 16:00