Handbolti

Íslendingarnir heitir hjá Emsdetten

Anton Ingi Leifsson skrifar
Oddur þegar hann lék hér heima með Akureyri.
Oddur þegar hann lék hér heima með Akureyri. vísir/oddur
Átján íslensk mörk litu dagsins ljós í þýsku B-deildinni í handbolta í dag, en annað Íslendingaliðið vann sinn leik í dag.

EHV Aue vann góðan fjögurra marka sigur á TuS Ferndorf, 28-24, eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 12-12. Árni Þór Sigtrygsson skoraði tvö mörk, en Bjarki Már Gunnarsson ekkert.

Aue er um miðja deild, en Ferndorf er í fjórtánda sætinu.

Íslendingarnir spiluðu vel fyrir Emsdetten sem tapaði 39-35 fyrir Henstedt-Ulzburg á útivelli í dag, en Emsdetten er einnig um miðja deild.

Oddur Grétarsson skoraði sjö mörk fyrir Emsdetten, Anton Rúnarsson fimm og Ernir Arnarsson fjögur, en það dugði ekki til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×