Handbolti

Alfreð missir enn einn lykilmann í meiðsli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enn herja meiðsli á herbúðir þýska liðsins Kiel en í morgun var greint frá því að Christian Dissinger spili ekki meira með liðinu á tímabilinu.

Dissinger var á æfingu með þýska landsliðinu en samkvæmt fyrstu fréttum er um alvarleg hnémeiðsli að ræða. Þó er ekki talið að hann sé með slitið krossband.

Hann mun fara í aðgerð á morgun og við tekur þá margra mánaða endurhæfing. Þar með er ljóst að hann spilar ekki meira með Kiel á leiktíðinni.

Dissinger er nýkominn aftur af stað eftir að hann meiddist með þýska landsliðinu á EM í Póllandi, þar sem Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar.

Hann hefur skorað 122 mörk í 34 leikjum með Kiel á þessari leiktíð en Kiel er í harðri baráttu um þýska meistarartitilinn, auk þess sem að liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, missti lykilmenn frá félaginu í sumar og hefur svo reglulega misst mikilvæga leikmenn í meiðsli frá því að tímabilið hófst í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×