Stjórnmálamenn verða að deila kjörum með þjóðinni Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2016 12:33 Formaður Samfylkingarinnar segir ekki flókið að eiga peninga á Íslandi en í stjórnmálum verði menn að velja að deila kjörum með þjóðinni. Forystumenn ríkisstjórnarinnar verði að svara því hvers vegna þeir vilji halda almenningi í hlekkjum krónunnar á meðan þeir búi sjálfir við annan veruleika. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær hvort eðlilegt væri að forsætisráðherra og eiginkona hans ættu stórar fjárhæðir á Tortola. „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“En að eiga peninga á Tortola?„Einhvers staðar verða peningarnir að vera,“ svaraði Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir þetta undarlega útleggingu hjá ráðherranum. „Það er ekkert flókið að eiga peninga á Íslandi. En það er þannig að ef menn vilja vera í stjórnmálum verða menn að velja og hafna. Þeir verða að velja hvort þeir ætla að deila kjörum með þjóðinni eða ekki. Um það snýst þetta mál. Það er stóra spurningin sem greinilega ráðherrar þessarar ríkisstjórnar eiga mjög erfitt með að svara, hvort þeir ætli að deila kjörum með þjóðinni,“ segir Árni Páll.Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segja að skattar vegna félagsins Wintris hafi alltaf verið greiddir hér á landi.VísirVilhjálmur Þorsteinsson sagði af sér embætti gjaldkera Samfylkingarinnar í gær eftir mikla umræðu sem skapaðist um að hann ætti eignarhaldsfélag í Luxemburg, sem hann reyndar vakti athygli á sjálfur að hann hefði átt í mörg ár.Einmitt kannski vegna þess að það er flókið að eiga peninga á Íslandi? Hann nefnir krónuna í því samhengi sem ástæðuna fyrir því að hann hafi félag í Luxemburg.„Já hann á nú heiður skilið fyrir að meta það meta það mest að halda fókusnum á því sem máli skiptir. Sem er trúnaðarbrot forystumanna í ríkisstjórn,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Íslenska krónan valdi því að allur almenningur hafi ekki raunverulegt val um hvar hann hafi eignir sínar. „Og reiði fólks er eðlileg þegar menn sjá að þeir sem síðan stjórna landinu og þeir sem ætla okkur að vera föst í þessum hlekkjum, hafa engan áhuga á því að vera sjálfir sjálfir í þessum hlekkjum. Þeir vilja bara binda okkur niður við íslenska krónu en ekki búa við þann veruleika sjálfir,“ segir Árni Páll. Þá hafi flest stórfyrirtæki í útflutningi yfirgefið krónuna. „Og það liggur fyrir tillaga frá fjármálaráðherra um að auðugustu Íslendingarnir fái einir að taka lán í erlendum gjaldmiðli og öðrum Íslendingum verði það bannað. Það undirstrikar enn og aftur eindreginn ásetning þessarar stjórnarforystu til að búa til tvær þjóðir í þessu landi. Þar sem önnur er frjáls, býr ekki við nein landamæri, en þorri fólks er fastur hér tjóðraður og kemst hvorki lönd né strönd,“ segir Árni Páll Árnason. Panama-skjölin Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Skoða þurfi Wintris málið í samhengi við árangur Sigmundar Stjórnarþingmaður segir að skoða verði þögn forsætisráðherra um félagið Wintris í samhengi við þá staðreynd að hann barðist fyrir hagsmunum almennings gegn slitabúunum, ekki hagsmunum konu sinnar. Vantrauststillaga er talin styrkja forsætisráðherra og það er ólíklegt að það þjóni hagsmunum stjórnarandstöðunnar að leggja hana fram. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ekki flókið að eiga peninga á Íslandi en í stjórnmálum verði menn að velja að deila kjörum með þjóðinni. Forystumenn ríkisstjórnarinnar verði að svara því hvers vegna þeir vilji halda almenningi í hlekkjum krónunnar á meðan þeir búi sjálfir við annan veruleika. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær hvort eðlilegt væri að forsætisráðherra og eiginkona hans ættu stórar fjárhæðir á Tortola. „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“En að eiga peninga á Tortola?„Einhvers staðar verða peningarnir að vera,“ svaraði Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir þetta undarlega útleggingu hjá ráðherranum. „Það er ekkert flókið að eiga peninga á Íslandi. En það er þannig að ef menn vilja vera í stjórnmálum verða menn að velja og hafna. Þeir verða að velja hvort þeir ætla að deila kjörum með þjóðinni eða ekki. Um það snýst þetta mál. Það er stóra spurningin sem greinilega ráðherrar þessarar ríkisstjórnar eiga mjög erfitt með að svara, hvort þeir ætli að deila kjörum með þjóðinni,“ segir Árni Páll.Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segja að skattar vegna félagsins Wintris hafi alltaf verið greiddir hér á landi.VísirVilhjálmur Þorsteinsson sagði af sér embætti gjaldkera Samfylkingarinnar í gær eftir mikla umræðu sem skapaðist um að hann ætti eignarhaldsfélag í Luxemburg, sem hann reyndar vakti athygli á sjálfur að hann hefði átt í mörg ár.Einmitt kannski vegna þess að það er flókið að eiga peninga á Íslandi? Hann nefnir krónuna í því samhengi sem ástæðuna fyrir því að hann hafi félag í Luxemburg.„Já hann á nú heiður skilið fyrir að meta það meta það mest að halda fókusnum á því sem máli skiptir. Sem er trúnaðarbrot forystumanna í ríkisstjórn,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Íslenska krónan valdi því að allur almenningur hafi ekki raunverulegt val um hvar hann hafi eignir sínar. „Og reiði fólks er eðlileg þegar menn sjá að þeir sem síðan stjórna landinu og þeir sem ætla okkur að vera föst í þessum hlekkjum, hafa engan áhuga á því að vera sjálfir sjálfir í þessum hlekkjum. Þeir vilja bara binda okkur niður við íslenska krónu en ekki búa við þann veruleika sjálfir,“ segir Árni Páll. Þá hafi flest stórfyrirtæki í útflutningi yfirgefið krónuna. „Og það liggur fyrir tillaga frá fjármálaráðherra um að auðugustu Íslendingarnir fái einir að taka lán í erlendum gjaldmiðli og öðrum Íslendingum verði það bannað. Það undirstrikar enn og aftur eindreginn ásetning þessarar stjórnarforystu til að búa til tvær þjóðir í þessu landi. Þar sem önnur er frjáls, býr ekki við nein landamæri, en þorri fólks er fastur hér tjóðraður og kemst hvorki lönd né strönd,“ segir Árni Páll Árnason.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Skoða þurfi Wintris málið í samhengi við árangur Sigmundar Stjórnarþingmaður segir að skoða verði þögn forsætisráðherra um félagið Wintris í samhengi við þá staðreynd að hann barðist fyrir hagsmunum almennings gegn slitabúunum, ekki hagsmunum konu sinnar. Vantrauststillaga er talin styrkja forsætisráðherra og það er ólíklegt að það þjóni hagsmunum stjórnarandstöðunnar að leggja hana fram. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08
Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30
Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30
Skoða þurfi Wintris málið í samhengi við árangur Sigmundar Stjórnarþingmaður segir að skoða verði þögn forsætisráðherra um félagið Wintris í samhengi við þá staðreynd að hann barðist fyrir hagsmunum almennings gegn slitabúunum, ekki hagsmunum konu sinnar. Vantrauststillaga er talin styrkja forsætisráðherra og það er ólíklegt að það þjóni hagsmunum stjórnarandstöðunnar að leggja hana fram. 29. mars 2016 19:08