Verjum íslenska laxastofna Jón Helgi Björnsson og Viktor Guðmundsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Fyrirhugaður er mikill vöxtur í laxeldi á Íslandi á komandi árum. Samtals hefur verið sótt um framleiðsluleyfi á um 100-120 þúsund tonnum af laxi. Gróflega má því áætla að um 50 milljónir frjórra norskra laxa verði á sundi í sjókvíum við strendur Íslands ef af þessum áformum verður. Því miður er það þannig, þrátt fyrir besta búnað og ítarlegar verklagsreglur, að laxar sleppa úr kvíum. Veiðimálastofnun hefur bent á að samkvæmt norskum rannsóknum megi áætla að það sleppi einn lax úr sjókvíum fyrir hvert framleitt tonn af laxi. Ef fyrrgreindar áætlanir ganga eftir gætu því um 100-120 þúsund laxar sloppið úr sjókvíum á hverju ári. Til þess að setja þessar tölur í samhengi þá veiðast að meðaltali um 50.000 villtir laxar á Íslandi árlega. Miðað við algengt veiðihlutfall, sem er um 60%, ganga þá um 83.000 laxar í íslenskar ár á hverju sumri. Hrygningarstofninn er þá um 33-50.000 fiskar. Samkvæmt þessu eru allar líkur á að fleiri frjóir laxar af norskum eldisuppruna sleppi úr sjókvíum á hverju ári heldur en sem nemur stofnstærð íslenska laxastofnsins og um þrefalt fleiri að meðaltali en stærð hrygningarstofnsins. Ekki þarf að fjölyrða um afleiðingar þessa fyrir íslenska laxastofna.Skýrar sannanir um afleiðingar liggja fyrir Ný skýrsla Norsk institutt for naturforskning (NINA) sýnir hrollvekjandi afleiðingar af stórfelldu laxeldi fyrir stofna villtra laxa í Noregi. Í nýlegri skýrslu stofnunarinnar kom fram að af 125 stofnum villtra laxa sem voru rannsakaðir var þriðjungur með milda erfðamengun og þriðjungur með alvarlega eða mjög alvarlega erfðamengun. Áhrif erfðablöndunar eru háð hlutfalli innblöndunar en ef um mikla og langvarandi innblöndun er að ræða er hún óafturkræf. Norski eldislaxinn er erfðafræðilega frábrugðinn íslenska laxastofninum, hraðvaxta, verður seint kynþroska og er aðlagaður að eldi en ekki því að þrífast í íslenskri náttúru. Afleiðingin af erfðablöndun verður hnignun og útrýming þeirra villtu stofna sem fyrir eru.Áætlanir um eldi í Ísafjarðardjúpi Þrjár ár renna í Ísafjarðardjúp sem skila um 150-500 laxa meðalveiði hver. Ætlunin er að framleiða á svæðinu 6.800 tonn af laxi á hverju ári. Engar líkur eru á því að þessar ár sem hafa ekki stærri stofna en raun ber vitni þoli nábýli við sjókvíaeldi sem inniheldur 2,8 milljónir eldislaxa. LV hefur bent atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á nauðsyn þess að friða Ísafjarðardjúp fyrir eldi norskra laxa en ráðuneytið sýnir því miður ekki þá umhverfisábyrgð að verða við beiðni sambandsins um friðun.Ólöglegt er að valda erfðamengun Íslensk lög kveða á um bann gegn blöndun laxastofna. Óheimilt er með öllu að flytja laxastofna milli veiðivatna og ekki má nota innflutta stofna til fiskræktar. Að okkar mati jafngildir jafn umfangsmikið sjókvíaeldi og nú er fyrirhugað því að sleppa norskum laxi beint í íslenskar laxveiðiár. Mörg þeirra fyrirtækja sem eru að hasla sér völl í þessum iðnaði hérlendis hafa sótt sér hlutafé til norskra laxeldisfyrirtækja, þeirra sömu og hafa valdið því að ástand villtra laxastofna í Noregi er með þeim hætti að einungis um þriðjungur þeirra er án erfðamengunar. Norsk stjórnvöld eru nú að marka þá stefnu að laxeldið taki meira tillit til umhverfisins og eldið fari í vaxandi mæli fram í lokuðum kerfum. Með þeirri aðferð er hvorki laxalús eða strokulaxar vandamál lengur. Hingað sækja því norsku fyrirtækin í ókeypis eldisleyfi þar sem allt er gert upp á gamla mátann með tilheyrandi skaðlegum áhrifum á villta laxastofna. Við viljum með þessari grein hvetja alla þá sem vilja verja íslenskar laxveiðiár að berjast með öllum tiltækum ráðum gegn þessari hættu sem nú steðjar að óspilltum, villtum laxastofnum og einstakri náttúru Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrirhugaður er mikill vöxtur í laxeldi á Íslandi á komandi árum. Samtals hefur verið sótt um framleiðsluleyfi á um 100-120 þúsund tonnum af laxi. Gróflega má því áætla að um 50 milljónir frjórra norskra laxa verði á sundi í sjókvíum við strendur Íslands ef af þessum áformum verður. Því miður er það þannig, þrátt fyrir besta búnað og ítarlegar verklagsreglur, að laxar sleppa úr kvíum. Veiðimálastofnun hefur bent á að samkvæmt norskum rannsóknum megi áætla að það sleppi einn lax úr sjókvíum fyrir hvert framleitt tonn af laxi. Ef fyrrgreindar áætlanir ganga eftir gætu því um 100-120 þúsund laxar sloppið úr sjókvíum á hverju ári. Til þess að setja þessar tölur í samhengi þá veiðast að meðaltali um 50.000 villtir laxar á Íslandi árlega. Miðað við algengt veiðihlutfall, sem er um 60%, ganga þá um 83.000 laxar í íslenskar ár á hverju sumri. Hrygningarstofninn er þá um 33-50.000 fiskar. Samkvæmt þessu eru allar líkur á að fleiri frjóir laxar af norskum eldisuppruna sleppi úr sjókvíum á hverju ári heldur en sem nemur stofnstærð íslenska laxastofnsins og um þrefalt fleiri að meðaltali en stærð hrygningarstofnsins. Ekki þarf að fjölyrða um afleiðingar þessa fyrir íslenska laxastofna.Skýrar sannanir um afleiðingar liggja fyrir Ný skýrsla Norsk institutt for naturforskning (NINA) sýnir hrollvekjandi afleiðingar af stórfelldu laxeldi fyrir stofna villtra laxa í Noregi. Í nýlegri skýrslu stofnunarinnar kom fram að af 125 stofnum villtra laxa sem voru rannsakaðir var þriðjungur með milda erfðamengun og þriðjungur með alvarlega eða mjög alvarlega erfðamengun. Áhrif erfðablöndunar eru háð hlutfalli innblöndunar en ef um mikla og langvarandi innblöndun er að ræða er hún óafturkræf. Norski eldislaxinn er erfðafræðilega frábrugðinn íslenska laxastofninum, hraðvaxta, verður seint kynþroska og er aðlagaður að eldi en ekki því að þrífast í íslenskri náttúru. Afleiðingin af erfðablöndun verður hnignun og útrýming þeirra villtu stofna sem fyrir eru.Áætlanir um eldi í Ísafjarðardjúpi Þrjár ár renna í Ísafjarðardjúp sem skila um 150-500 laxa meðalveiði hver. Ætlunin er að framleiða á svæðinu 6.800 tonn af laxi á hverju ári. Engar líkur eru á því að þessar ár sem hafa ekki stærri stofna en raun ber vitni þoli nábýli við sjókvíaeldi sem inniheldur 2,8 milljónir eldislaxa. LV hefur bent atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á nauðsyn þess að friða Ísafjarðardjúp fyrir eldi norskra laxa en ráðuneytið sýnir því miður ekki þá umhverfisábyrgð að verða við beiðni sambandsins um friðun.Ólöglegt er að valda erfðamengun Íslensk lög kveða á um bann gegn blöndun laxastofna. Óheimilt er með öllu að flytja laxastofna milli veiðivatna og ekki má nota innflutta stofna til fiskræktar. Að okkar mati jafngildir jafn umfangsmikið sjókvíaeldi og nú er fyrirhugað því að sleppa norskum laxi beint í íslenskar laxveiðiár. Mörg þeirra fyrirtækja sem eru að hasla sér völl í þessum iðnaði hérlendis hafa sótt sér hlutafé til norskra laxeldisfyrirtækja, þeirra sömu og hafa valdið því að ástand villtra laxastofna í Noregi er með þeim hætti að einungis um þriðjungur þeirra er án erfðamengunar. Norsk stjórnvöld eru nú að marka þá stefnu að laxeldið taki meira tillit til umhverfisins og eldið fari í vaxandi mæli fram í lokuðum kerfum. Með þeirri aðferð er hvorki laxalús eða strokulaxar vandamál lengur. Hingað sækja því norsku fyrirtækin í ókeypis eldisleyfi þar sem allt er gert upp á gamla mátann með tilheyrandi skaðlegum áhrifum á villta laxastofna. Við viljum með þessari grein hvetja alla þá sem vilja verja íslenskar laxveiðiár að berjast með öllum tiltækum ráðum gegn þessari hættu sem nú steðjar að óspilltum, villtum laxastofnum og einstakri náttúru Íslands.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun