David Cameron opnar bókhaldið Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2016 23:49 David Cameron. Vísir/Getty David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, borgaði um 76 þúsund pund í skatt af 200 þúsund pundum sem hann hafði í tekjur frá árinu 2014 til ársins 2015. Þetta kemur fram í upplýsingum sem forsætisráðherrann hefur opinberað í skugga gagnrýni sem hann hefur fengið á sig fyrir að hafa hagnast á aflandsfélagi sem faðir hans, Ian Cameron, átti í skattaskjóli. Í íslenskum krónum borgaði Cameron því um 13 milljónir í skatt af 34 milljónum sem hann hafði í tekjur, sé miðað við gengi dagsins í dag, á þessu tímabili. Cameron hefur beðist afsökunar á því að hafa ekki greint frá eign sinni í aflandsfélagi föður síns og viðurkenndi að hann hefði getað gert betur þegar kemur að því að greina frá fjárhagslegum hagsmunum sínum. Hann hélt því þó fram að hafa ávallt greitt skatt af öllum þeim tekjum sem hann hafði af fyrirtækinu.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir Cameron hafa tilkynnt um stofnun nýs aðgerðahóps sem á að rannsaka ásakanir um skattaundanskot breskra ríkisborgara. Í upplýsingunum sem Cameron hefur opinberað kemur fram að hann og eiginkona hans, Samantha Cameron, högnuðust um 19 þúsund pund, sem nemur um 3,2 milljónum íslenskra króna, vegna sölunnar á hlut þeirra í aflandsfélagi föður Camerons, Blairmore Holdings, árið 2010. David Cameron gaf upp 9.500 pund af þeim söluhagnaði til skatts. Upplýsingar um tengsl Camerons við þetta félag fengust í gegnum Panama-gögnin. Þar var að finna nafn föður hans, Ian Cameron, sem hafði verið í viðskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca þegar hann stofnaði aflandsfélagið Blairmore Holdings. Cameron hafði lofað að opinbera gögn um fjármál sín til ársins 2012 en gekk lengra og opinberaði bókhald sitt sem nær yfir síðastliðin sjö ár, eða frá árinu 2009. Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 House of Cards „trolla“ David Cameron Myndskeið þáttanna við gamalt tíst forsætisráðherra Bretlands hefur slegið í gegn. 8. apríl 2016 13:30 Cameron sagði ósatt um tengsl við aflandsfélag David Cameron hagnaðist á hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Hann segist hafa greitt alla skatta sem greiða átti af hagnaðinum. 8. apríl 2016 21:24 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, borgaði um 76 þúsund pund í skatt af 200 þúsund pundum sem hann hafði í tekjur frá árinu 2014 til ársins 2015. Þetta kemur fram í upplýsingum sem forsætisráðherrann hefur opinberað í skugga gagnrýni sem hann hefur fengið á sig fyrir að hafa hagnast á aflandsfélagi sem faðir hans, Ian Cameron, átti í skattaskjóli. Í íslenskum krónum borgaði Cameron því um 13 milljónir í skatt af 34 milljónum sem hann hafði í tekjur, sé miðað við gengi dagsins í dag, á þessu tímabili. Cameron hefur beðist afsökunar á því að hafa ekki greint frá eign sinni í aflandsfélagi föður síns og viðurkenndi að hann hefði getað gert betur þegar kemur að því að greina frá fjárhagslegum hagsmunum sínum. Hann hélt því þó fram að hafa ávallt greitt skatt af öllum þeim tekjum sem hann hafði af fyrirtækinu.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir Cameron hafa tilkynnt um stofnun nýs aðgerðahóps sem á að rannsaka ásakanir um skattaundanskot breskra ríkisborgara. Í upplýsingunum sem Cameron hefur opinberað kemur fram að hann og eiginkona hans, Samantha Cameron, högnuðust um 19 þúsund pund, sem nemur um 3,2 milljónum íslenskra króna, vegna sölunnar á hlut þeirra í aflandsfélagi föður Camerons, Blairmore Holdings, árið 2010. David Cameron gaf upp 9.500 pund af þeim söluhagnaði til skatts. Upplýsingar um tengsl Camerons við þetta félag fengust í gegnum Panama-gögnin. Þar var að finna nafn föður hans, Ian Cameron, sem hafði verið í viðskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca þegar hann stofnaði aflandsfélagið Blairmore Holdings. Cameron hafði lofað að opinbera gögn um fjármál sín til ársins 2012 en gekk lengra og opinberaði bókhald sitt sem nær yfir síðastliðin sjö ár, eða frá árinu 2009.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 House of Cards „trolla“ David Cameron Myndskeið þáttanna við gamalt tíst forsætisráðherra Bretlands hefur slegið í gegn. 8. apríl 2016 13:30 Cameron sagði ósatt um tengsl við aflandsfélag David Cameron hagnaðist á hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Hann segist hafa greitt alla skatta sem greiða átti af hagnaðinum. 8. apríl 2016 21:24 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24
House of Cards „trolla“ David Cameron Myndskeið þáttanna við gamalt tíst forsætisráðherra Bretlands hefur slegið í gegn. 8. apríl 2016 13:30
Cameron sagði ósatt um tengsl við aflandsfélag David Cameron hagnaðist á hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Hann segist hafa greitt alla skatta sem greiða átti af hagnaðinum. 8. apríl 2016 21:24
Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15