Fótbolti

Heimir stjórnaði æfingum í Úganda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. vísir/vilhelm
Eins og fram kom á Vísi í fyrradag var landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson viðstaddur jarðarför Abels Dhaira í Úganda.

Heimir fékk Abel til ÍBV árið 2011 og gerði sér ferð til Úganda til að votta markverðinum virðingu sína.

Heimir gaf sér einnig tíma til að stjórna æfingum í knattspyrnuskóla Andrew Mwesigwa í gær.

Mwesigwa kom til ÍBV 2006 og var þá fyrsti Úgandamaðurinn til að leika fyrir Eyjaliðið. Hann lék með ÍBV til 2009 en leikur í dag í Víetnam auk þess sem hann rekur Andy Mwesigwa Soccer Academy (AMSA) í heimalandinu.

Mwesigwa birti nokkrar myndir af æfingunni sem Heimir stjórnaði í Úganda í gær á Facebook-síðu sinni en þær má sjá hér að neðan.

Thank you coach Heimir Hallgrimsson for sparing some time and passed by Andymwesigwa SoccerAcademy (AMSA) today Mrng...

Posted by Andrew Mwesigwa on Thursday, April 7, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×