Fyrirmyndardagurinn - atvinna fyrir alla Gissur Pétursson skrifar 8. apríl 2016 07:00 Vinnumálastofnun stendur í dag 8. apríl fyrir skipulagningu Fyrirmyndardagsins í þriðja skiptið. Fyrirmyndardagurinn er átak þar sem leitað er til fyrirtækja og stofnana og þau beðin um að opna vinnustaði sína í einn dag fyrir heimsóknum atvinnuleitenda með skerta starfsgetu. Með því móti geta einstaklingarnir kynnst vinnustöðum og verklagi þar sem leitt getur til atvinnu síðar. Þetta hefur orðið raunin í allmörgum tilvikum í kjölfar fyrirmyndardaganna sem hafa verið haldnir og reynsla stofnunarinnar af þessu átaki því verið afar góð. Vinnumálastofnun tók nú um síðustu áramót alfarið við yfirstjórn atvinnumála fatlaðs fólks og endurskipulagning og mótun samskiptaleiða við fyrirtækin í landinu, stofnanir ríkis og sveitarfélaga stendur nú yfir. Það er von okkar að með þessu verði þjónustan í málaflokknum skilvirkari og að fleiri komist út á vinnumarkaðinn. Ótvírætt er lykillinn að því að ná árangri í því að auka atvinnuþátttöku þeirra sem búa við skerta starfsgetu að eiga góðan aðgang að vinnustöðunum í landinu. Fyrirmyndardagurinn hefur reynst góð aðferð til að styrkja þetta samstarf og fyrirtækjum sem taka þátt fer fjölgandi og framsýni þeirra og samstarfsvilja ber að þakka. Vinnumálastofnun á í víðtæku samstarfi við systurstofnanir sínar á evrópskum vettvangi. Vikunna sem nú er að líða þ.e. 4. – 8. apríl eru opinberar vinnumiðlunarstofnanir í Evrópu að skipuleggja sk. Atvinnurekendadaga þar sem stofnanirnar skipuleggja átaksverkefni sem miða að því styrkja samstarf sitt og þjónustu við fyrirtækin í sínum löndum. Vinnumálastofnun leggur Fyrirmyndardaginn undir þetta verkefni enda tilgangurinn sá sami. Vinnumálastofnun telur að lykillinn að því að lifa innihaldríku lífi sé að vera virkur á vinnumarkaði. Bætt atvinnuástand og aukin eftirspurn eftir vinnuafli eru kjöraðstæður til að auka þátttöku allra sem starfsgetu hafa til virkni. Þátttakendur í Fyrirmyndardeginum í dag eru að stuðla að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vinnumálastofnun stendur í dag 8. apríl fyrir skipulagningu Fyrirmyndardagsins í þriðja skiptið. Fyrirmyndardagurinn er átak þar sem leitað er til fyrirtækja og stofnana og þau beðin um að opna vinnustaði sína í einn dag fyrir heimsóknum atvinnuleitenda með skerta starfsgetu. Með því móti geta einstaklingarnir kynnst vinnustöðum og verklagi þar sem leitt getur til atvinnu síðar. Þetta hefur orðið raunin í allmörgum tilvikum í kjölfar fyrirmyndardaganna sem hafa verið haldnir og reynsla stofnunarinnar af þessu átaki því verið afar góð. Vinnumálastofnun tók nú um síðustu áramót alfarið við yfirstjórn atvinnumála fatlaðs fólks og endurskipulagning og mótun samskiptaleiða við fyrirtækin í landinu, stofnanir ríkis og sveitarfélaga stendur nú yfir. Það er von okkar að með þessu verði þjónustan í málaflokknum skilvirkari og að fleiri komist út á vinnumarkaðinn. Ótvírætt er lykillinn að því að ná árangri í því að auka atvinnuþátttöku þeirra sem búa við skerta starfsgetu að eiga góðan aðgang að vinnustöðunum í landinu. Fyrirmyndardagurinn hefur reynst góð aðferð til að styrkja þetta samstarf og fyrirtækjum sem taka þátt fer fjölgandi og framsýni þeirra og samstarfsvilja ber að þakka. Vinnumálastofnun á í víðtæku samstarfi við systurstofnanir sínar á evrópskum vettvangi. Vikunna sem nú er að líða þ.e. 4. – 8. apríl eru opinberar vinnumiðlunarstofnanir í Evrópu að skipuleggja sk. Atvinnurekendadaga þar sem stofnanirnar skipuleggja átaksverkefni sem miða að því styrkja samstarf sitt og þjónustu við fyrirtækin í sínum löndum. Vinnumálastofnun leggur Fyrirmyndardaginn undir þetta verkefni enda tilgangurinn sá sami. Vinnumálastofnun telur að lykillinn að því að lifa innihaldríku lífi sé að vera virkur á vinnumarkaði. Bætt atvinnuástand og aukin eftirspurn eftir vinnuafli eru kjöraðstæður til að auka þátttöku allra sem starfsgetu hafa til virkni. Þátttakendur í Fyrirmyndardeginum í dag eru að stuðla að því.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun