Erlent

Frakkar fara sænsku leiðina

Málið var umdeilt í Frakklandi og sumar vændiskonur mótmæltu því opinberlega.
Málið var umdeilt í Frakklandi og sumar vændiskonur mótmæltu því opinberlega. Vísir/AFP
Franska þingið hefur samþykkt lög sem gera það refsivert að borga fyrir vændi. Þannig hafa Frakkar nú ákveðið að fara sænsku leiðina, svokölluðu í þessum málum, líkt og Íslendingar hafa gert.

Þeir sem gripnir eru í bólinu geta átt sektir upp á tæpar fjögurþúsund evrur yfir höfði sér auk þess sem þeir mega eiga von á að vera sendir á námskeið þar sem þeir fá fræðslu um slæmar aðstæður vændiskvenna.

Frumvarpið hefur velkst um í þinginu í rúm tvö ár þar sem andstaða var við það í efri deild þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×