Lífið

Twitter logar: „Erlendir blaðamenn eru að drepast úr hlátri“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Höskuldur Þórhallsson tilkynnti óvænt áætlun um nýja ríkisstjórn.
Höskuldur Þórhallsson tilkynnti óvænt áætlun um nýja ríkisstjórn. Vísir/Ernir
Sigurður Ingi Jóhannsson verður forsætisráðherra í áframhaldandi stjórnarsamstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem tilkynnt var á tíunda tímanum í kvöld. Lilja Alfreðsdóttir verður utanþingsráðherra að tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Fundahöld hófust á Alþingi á sjöunda tímanum og stóðu í á þriðju klukkustund. Fjölmiðlamenn stóðu vaktina í þinghúsinu, ræddu við stjórnarandstöðu og fylgdust meðal annars með Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, koma færandi hendi með pítsur fyrir flokksmenn sína.

Kostulegasta uppákoman var svo þegar Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, tilkynnti á undan áætlun að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra og Lilja væri ráðherraefni flokksins. Hann viðurkenndi að hann hefði ekki vitað að fjölmiðlamönnum hefði ekki verið tilkynnt þetta.

Uppákomuna má sjá hér að neðan.

Í kjölfarið stigu á stokk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi þar sem þeir staðfestu það sem Höskuldur hafði þegar tilkynnt, óvart.

Efnt verður til kosninga í haust en tímasetningin mun ráðast af því hve vel gengur að afgreiða mál á Alþingi að sögn Bjarna og Sigurðar Inga.

Óhætt er að segja að sitt sýnist hverjum um útspil Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eins og sjá má hér að neðan. Þá hefur innkoma Höskuldar í kvöld einnig vakið mikla athygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.