Erum við tilbúin? Úrsúla Jünemann skrifar 7. apríl 2016 07:00 Aldrei hafa fleiri ferðamenn heimsótt Ísland, og það á öllum tímum ársins. Spáð er að fjöldi ferðamanna muni fara yfir 1,5 milljónir. Erum við tilbúin að taka á móti þeim öllum þannig að það verði okkur til sóma og gestirnir okkar fara glaðir heim eftir ánægjulega dvöl hér? Flestir sem koma hingað vilja upplifa sérstaka og fallega náttúru, vilja fara burt frá fjölmenni, hávaða og hraða sem setja mark sitt á líf nútímamannsins. Ísland er auglýst sem hreint og óspillt land með einstakt ósnortið víðerni inn til landsins sem finnst ekki lengur á mörgum stöðum í veröldinni. Íslendingar eru sagðir gestrisnir, vingjarnlegir og hjálpsamir. Þetta hljómar allt vel en er það svona í dag? Margir landsmenn hugsa því miður skammt fram í tímann og vilja helst verða ríkir á einni nóttu. Sjósókn, stóriðja, loðdýrarækt, fiskeldi, fjármálasnilld – nefndu það bara. Eitt gullgrafaraæði rak það næsta. Menn stukku til og hugsuðu stórt án þess að spá í langtímaáhrif og hliðarverkanir sem fylgja oft allt of hraðri uppbyggingu af einhverju tagi. Og nýjasta mjólkurkýrin sem allir vilja græða á er ferðamaðurinn. En til þess að kýrin mjólki vel þarf líka að gefa henni að éta og hugsa vel um hana. Að öðru leyti liggur vegurinn niður í móti eftir að menn eru búnir að blóðmjólka bestu kúna sína. Á síðustu árum gerðist það að græðgin hefur farið að bera á sér í ferðaþjónustunni. Okurverð fyrir veitingar á fjölsóttum stöðum, rukkun af landeigendum fyrir það eitt að skoða landið og vera úti í náttúrunni, ólöglegir gististaðir er því miður orðið mjög algengt. Gestrisnir og vinsamlegir Íslendingar? Og svo er það óspillta, hreina náttúran, helsta djásnið okkar sem ferðamenn koma til að upplifa. En hvað sjá ferðamenn til dæmis sem heimsækja þessa margrómuðu náttúruperlu sem heitir Mývatn? Græna, slímuga þörungasúpu á sumri þar sem næstum ekkert líf þrífst lengur. Ofauðgað vatn sem fær allt of mörg næringarefni frá skólpi og áburði sem seytla út í vatnið. Eftir að búið er að drepa Lagarfljótið með virkjunarbrjálæðinu við Kárahnjúka, er Mývatn þá næst? Hvað bíður manna sem vilja skoða Gullfoss, Geysi og Þingvelli? Hálka og slysahætta á veturna og kraðak og endalausar biðraðir á sumrin. Til þess að kóróna þetta hefur útsýnisflug með þyrlum aukist mjög þannig að menn geta oft ekki talað saman né heyrt í fossinum vegna hávaða. Það færist því miður í aukana að menn fara óánægðir héðan vegna þess að þeir fengu ekki það sem þeir sóttust eftir. En ánægðir ferðamenn eru nú bara besta auglýsingin.Svo, hvað er til ráða? Uppbygging ferðamannastaða kostar fé – og mun meira ef beðið er lengur eftir að aðhafast eitthvað sem nauðsynlegt er að gera. Hér þarf utanumhald af hálfu ríkisins, og það af festu og sanngirni. Sjóður þarf að vera til þar sem allir geta sótt um styrki sem eiga einkaland sem er heimsótt af ferðamönnum og þarf viðhald og þjónustu. Í þennan sjóð þurfa allir að greiða sinn skerf við komu til landsins. Allir munu skilja þetta og mér þætti einnig í lagi að borga þetta gjald þegar ég kem heim til stuðnings við náttúruvernd. Hvers vegna ekki? Líka ég nota göngustíga, les upplýsingatöflur og nýt alls konar þjónustu á ferðum mínum um landið. En þá verður líka að taka strangt á því að banna alls konar aukarukkun eins og gerist núna til dæmis við Kerið. Miðhálendið á að vera þjóðgarður í heild sinni þar sem mjög ströng lög ríkja um mannvirkjagerð og umferð. Nægilegur mannskapur af menntuðum vörðum munu þar sjá um fræðslu og eftirlit. Bara þannig getum við varðveitt þetta stórkostlega svæði til framtíðar. Við þurfum ekki að finna upp hjólið í þessum málum, nógu mörg góð dæmi eru um uppbyggingu og rekstur þjóðgarða í mörgum löndum heims. Slysum hefur því miður fjölgað á síðustu árum. Til þess að Ísland muni áfram gilda sem öruggt ferðaland þarf að finna lausn til að fækka slysum. Að skera niður í löggæslu er auðvitað óðs manns æði og ekki í neinu samræmi við þróun ferðamála hér á landi. Hugsa sér: Í Reynisfjöru til dæmis þar sem vitað er að hætta sé á ferðinni dugðu peningar fyrir virkt eftirlit einungis í tvær vikur! Svona lagað gengur ekki. Og björgunarsveitir landsins þurfa að fá mun hærri fjárhagsstyrki til að geta sinnt sínu starfi. Upplýsingar til ferðamanna sem fara á eigin vegum þarf að stórbæta þannig að menn geri sér grein fyrir hættunum sem gætu verið á ferðinni. Að menn ana út í vitleysur út af vanþekkingu hefur ekkert með ævintýri að gera. Það væri hægt að skrifa miklu lengri og ýtarlegri grein um þetta málefni og ég vona að fleiri taki þátt í þessari umræðu. Ísland er einfaldlega ekki neinn „gleðibanki“ þar sem allir taka bara út en leggja ekkert inn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri ferðamenn heimsótt Ísland, og það á öllum tímum ársins. Spáð er að fjöldi ferðamanna muni fara yfir 1,5 milljónir. Erum við tilbúin að taka á móti þeim öllum þannig að það verði okkur til sóma og gestirnir okkar fara glaðir heim eftir ánægjulega dvöl hér? Flestir sem koma hingað vilja upplifa sérstaka og fallega náttúru, vilja fara burt frá fjölmenni, hávaða og hraða sem setja mark sitt á líf nútímamannsins. Ísland er auglýst sem hreint og óspillt land með einstakt ósnortið víðerni inn til landsins sem finnst ekki lengur á mörgum stöðum í veröldinni. Íslendingar eru sagðir gestrisnir, vingjarnlegir og hjálpsamir. Þetta hljómar allt vel en er það svona í dag? Margir landsmenn hugsa því miður skammt fram í tímann og vilja helst verða ríkir á einni nóttu. Sjósókn, stóriðja, loðdýrarækt, fiskeldi, fjármálasnilld – nefndu það bara. Eitt gullgrafaraæði rak það næsta. Menn stukku til og hugsuðu stórt án þess að spá í langtímaáhrif og hliðarverkanir sem fylgja oft allt of hraðri uppbyggingu af einhverju tagi. Og nýjasta mjólkurkýrin sem allir vilja græða á er ferðamaðurinn. En til þess að kýrin mjólki vel þarf líka að gefa henni að éta og hugsa vel um hana. Að öðru leyti liggur vegurinn niður í móti eftir að menn eru búnir að blóðmjólka bestu kúna sína. Á síðustu árum gerðist það að græðgin hefur farið að bera á sér í ferðaþjónustunni. Okurverð fyrir veitingar á fjölsóttum stöðum, rukkun af landeigendum fyrir það eitt að skoða landið og vera úti í náttúrunni, ólöglegir gististaðir er því miður orðið mjög algengt. Gestrisnir og vinsamlegir Íslendingar? Og svo er það óspillta, hreina náttúran, helsta djásnið okkar sem ferðamenn koma til að upplifa. En hvað sjá ferðamenn til dæmis sem heimsækja þessa margrómuðu náttúruperlu sem heitir Mývatn? Græna, slímuga þörungasúpu á sumri þar sem næstum ekkert líf þrífst lengur. Ofauðgað vatn sem fær allt of mörg næringarefni frá skólpi og áburði sem seytla út í vatnið. Eftir að búið er að drepa Lagarfljótið með virkjunarbrjálæðinu við Kárahnjúka, er Mývatn þá næst? Hvað bíður manna sem vilja skoða Gullfoss, Geysi og Þingvelli? Hálka og slysahætta á veturna og kraðak og endalausar biðraðir á sumrin. Til þess að kóróna þetta hefur útsýnisflug með þyrlum aukist mjög þannig að menn geta oft ekki talað saman né heyrt í fossinum vegna hávaða. Það færist því miður í aukana að menn fara óánægðir héðan vegna þess að þeir fengu ekki það sem þeir sóttust eftir. En ánægðir ferðamenn eru nú bara besta auglýsingin.Svo, hvað er til ráða? Uppbygging ferðamannastaða kostar fé – og mun meira ef beðið er lengur eftir að aðhafast eitthvað sem nauðsynlegt er að gera. Hér þarf utanumhald af hálfu ríkisins, og það af festu og sanngirni. Sjóður þarf að vera til þar sem allir geta sótt um styrki sem eiga einkaland sem er heimsótt af ferðamönnum og þarf viðhald og þjónustu. Í þennan sjóð þurfa allir að greiða sinn skerf við komu til landsins. Allir munu skilja þetta og mér þætti einnig í lagi að borga þetta gjald þegar ég kem heim til stuðnings við náttúruvernd. Hvers vegna ekki? Líka ég nota göngustíga, les upplýsingatöflur og nýt alls konar þjónustu á ferðum mínum um landið. En þá verður líka að taka strangt á því að banna alls konar aukarukkun eins og gerist núna til dæmis við Kerið. Miðhálendið á að vera þjóðgarður í heild sinni þar sem mjög ströng lög ríkja um mannvirkjagerð og umferð. Nægilegur mannskapur af menntuðum vörðum munu þar sjá um fræðslu og eftirlit. Bara þannig getum við varðveitt þetta stórkostlega svæði til framtíðar. Við þurfum ekki að finna upp hjólið í þessum málum, nógu mörg góð dæmi eru um uppbyggingu og rekstur þjóðgarða í mörgum löndum heims. Slysum hefur því miður fjölgað á síðustu árum. Til þess að Ísland muni áfram gilda sem öruggt ferðaland þarf að finna lausn til að fækka slysum. Að skera niður í löggæslu er auðvitað óðs manns æði og ekki í neinu samræmi við þróun ferðamála hér á landi. Hugsa sér: Í Reynisfjöru til dæmis þar sem vitað er að hætta sé á ferðinni dugðu peningar fyrir virkt eftirlit einungis í tvær vikur! Svona lagað gengur ekki. Og björgunarsveitir landsins þurfa að fá mun hærri fjárhagsstyrki til að geta sinnt sínu starfi. Upplýsingar til ferðamanna sem fara á eigin vegum þarf að stórbæta þannig að menn geri sér grein fyrir hættunum sem gætu verið á ferðinni. Að menn ana út í vitleysur út af vanþekkingu hefur ekkert með ævintýri að gera. Það væri hægt að skrifa miklu lengri og ýtarlegri grein um þetta málefni og ég vona að fleiri taki þátt í þessari umræðu. Ísland er einfaldlega ekki neinn „gleðibanki“ þar sem allir taka bara út en leggja ekkert inn.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun