Erlent

Sykursýki herjar á jarðarbúa

Samúel Karl Ólason skrifar
Heimurinn stendur nú frammi fyrir áður óþekktri útbreiðslu sykursýki. Nærri því einn af hverjum ellefu jarðarbúum eru sagðir vera með sjúkdóminn í nýrri skýrslur Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, eða WHO. Hár blóðsykur er sagður tengjast 3,7 milljónum dauðsfalla á ári hverju.

Einn þriðji jarðarbúa er í yfirþyngd. 350 milljónir manna í heiminum eru með sykursýki og er talið að sú tala muni rúmlega tvöfaldast á næstu 20 árum.

Þá vara forsvarsmenn stofnunarinnar við því að vandinn muni versna nema gripið verði til umfangsmikilla aðgerða.

Skýrslan fer jafnt yfir sykursýki eitt og tvö en fjölgun tilfella er að mestu vegna sykursýki tvö. Sá sjúkdómur kemur til vegna óheilbrigðs lífstíls.

Samkvæmt sérfræðingi sem BBC ræddi við veldur hár blóðsykur miklum heilsukvillum. Það þrefaldar líkurnar á hjartaáföllum og fólk er tuttugu sinnum líklegra til að missa fót. Auk þess eykur sykursýki líkur á slagi, nýrnabilun, blindu og kvillum á meðgöngu.

Who segir sykursýki vera í áttunda sæti yfir ástæður andláta á heimsvísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×