Erlent

Uppreisnarmenn skutu niður orrustuþotu stjórnarhersins

Samúel Karl Ólason skrifar
Brak flugvélarinnar.
Brak flugvélarinnar.
Uppreisnarmenn í Sýrlandi skutu niður orrustuþotu stjórnarhers Bashar al-Assad nú í morgun. Samkvæmt myndum og myndböndum á samfélagsmiðlum er flugmaðurinn flugvélarinnar í haldi Nusra Front, deildar al-Qaeda í Sýrlandi.

Stjórnarherinn hefur verið með yfirráð í lofti frá því að borgarastríðið hófst í Sýrlandi. Uppreisnarmenn hafa lengi beðið stuðningsaðila sína um vopn gegn flugvélum. Það hefur þó reynst þeim erfitt að fá slík vopn þar sem óttast er að slík vopn myndu enda í höndum harðlínumanna eins og al-Qaeda og Íslamska ríkinu.

Samkvæmt Al-Jazeera segir stjórnarherinn að um sé að ræða brot gegn vopnahléinu. Ekki liggur fyrir hvort að flugvélin hafi verið skotin niður með eldflaugum eða loftvarnarbyssum.





Jafnt borgarar og vopnaðir menn drifu sig að staðnum þar sem flugvélin lenti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×