Fjöldinn skiptir ekki öllu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. apríl 2016 11:27 Fjöldi var á Austurvelli í gær. vísir/ernir „Í mótmælunum sem við þekkjum frá 2008 og 2009 þá vorum við ekki með þessar girðingar. Þetta hefði verið skelfilegt í gær hefði þeirra ekki notið við,“ segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtal við Vísi. Fjölmenn mótmæli gegn forsætisráðherra og ríkisstjórn hans fóru fram á Austurvelli í gær. Samkvæmt skipuleggjendum mótmælafundarins voru um 22.000 manns á staðnum en tölur frá lögreglunni voru talsvert lægri. Lögreglumenn á svæðinu voru um það bil sjötíu talsins allir sérþjálfaðir í mannfjöldastjórnun. Sem þýðir að í það minnsta voru þúsund mótmælendur á hvern lögreglumann. „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér. Framan af var þetta mjög prútt en þegar líður á fara þeir prúðsömu heim og þeir blóðheitari verða eftir,“ segir Andri. „Sé fólkið prútt þá er mannmergðin ekkert vandamál.“Næsta skref að setja upp hjálmana Hann tekur sem dæmi að 21. janúar 2009, þegar lögreglan beitti táragasi til að dreifa mótmælendum, hafi mótmælendur verið mun færri en dagana áður. Það hafi hins vegar verið hópur sem ætlaði sér ekki að vera rólegur. „Þegar lögreglumenn frá öðrum löndum fylgdust með tölum um búsáhaldabyltinguna þá furðuðu þeir sig á því hvernig við fórum að stýra málum með aðeins 600 manns. Það runnu síðan á þá tvær grímur þegar við sögðum þeim að það væru 600 lögreglur á öllu landinu. Það hefðu verið mun færri á Austurvelli,“ segir Andri. Hann segir að í gær hafi aukamenn ekki verið kallaðir til. Það hafi hins vegar komið til álíta líkt og fjöldi annarra möguleika í stöðunni. „Það næsta hefði verið fyrir menn á vettvangi að setja upp hjálmana ef skyr og bananar hefðu breyst í steina. En það kom ekki til þess.“ Undir lok mótmælanna bárust fregnir af fólki sem var að sprengja litla flugelda á svæðinu. Ljóst er að með slíkt mannhaf samankomið á einum stað gæti rýming reynst erfið ef til hennar kæmi. „Það er í raun umræða sem ég vil helst ekki fara út í,“ segir Arnar að lokum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Stefán Pálsson sagnfræðingur hallast að því að mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu, séu þau borin saman við önnur hörð pólitísk mótmæli hérlendis. 4. apríl 2016 00:01 Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41 Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
„Í mótmælunum sem við þekkjum frá 2008 og 2009 þá vorum við ekki með þessar girðingar. Þetta hefði verið skelfilegt í gær hefði þeirra ekki notið við,“ segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtal við Vísi. Fjölmenn mótmæli gegn forsætisráðherra og ríkisstjórn hans fóru fram á Austurvelli í gær. Samkvæmt skipuleggjendum mótmælafundarins voru um 22.000 manns á staðnum en tölur frá lögreglunni voru talsvert lægri. Lögreglumenn á svæðinu voru um það bil sjötíu talsins allir sérþjálfaðir í mannfjöldastjórnun. Sem þýðir að í það minnsta voru þúsund mótmælendur á hvern lögreglumann. „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér. Framan af var þetta mjög prútt en þegar líður á fara þeir prúðsömu heim og þeir blóðheitari verða eftir,“ segir Andri. „Sé fólkið prútt þá er mannmergðin ekkert vandamál.“Næsta skref að setja upp hjálmana Hann tekur sem dæmi að 21. janúar 2009, þegar lögreglan beitti táragasi til að dreifa mótmælendum, hafi mótmælendur verið mun færri en dagana áður. Það hafi hins vegar verið hópur sem ætlaði sér ekki að vera rólegur. „Þegar lögreglumenn frá öðrum löndum fylgdust með tölum um búsáhaldabyltinguna þá furðuðu þeir sig á því hvernig við fórum að stýra málum með aðeins 600 manns. Það runnu síðan á þá tvær grímur þegar við sögðum þeim að það væru 600 lögreglur á öllu landinu. Það hefðu verið mun færri á Austurvelli,“ segir Andri. Hann segir að í gær hafi aukamenn ekki verið kallaðir til. Það hafi hins vegar komið til álíta líkt og fjöldi annarra möguleika í stöðunni. „Það næsta hefði verið fyrir menn á vettvangi að setja upp hjálmana ef skyr og bananar hefðu breyst í steina. En það kom ekki til þess.“ Undir lok mótmælanna bárust fregnir af fólki sem var að sprengja litla flugelda á svæðinu. Ljóst er að með slíkt mannhaf samankomið á einum stað gæti rýming reynst erfið ef til hennar kæmi. „Það er í raun umræða sem ég vil helst ekki fara út í,“ segir Arnar að lokum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Stefán Pálsson sagnfræðingur hallast að því að mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu, séu þau borin saman við önnur hörð pólitísk mótmæli hérlendis. 4. apríl 2016 00:01 Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41 Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Stefán Pálsson sagnfræðingur hallast að því að mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu, séu þau borin saman við önnur hörð pólitísk mótmæli hérlendis. 4. apríl 2016 00:01
Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41
Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00
Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00