Fótbolti

Platini um aflandsfélagið sitt: Ég greiddi alltaf skattana mína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Nafn Michel Platini, forseta Knattspyrnusambands Evrópu, kemur fram í Panama-skjölunum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga.

Platini er nú að taka út sex ára afskiptabann frá knattspyrnu vegna spillingarmála en eftirmaður hans í UEFA hefur ekki verið nefndur.

Í ljós hefur komið að Platini var einn fjölmargra skjólstæðinga Mossack Fonseca og stofnaði aflandsfyrirtæki í Panama árið 2007. Ber það nafnið Balney Enterprises Corp.

Ráðgjafar Platini brugðust við fréttunum í gær og gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að Platini hafi gert svissneskum skattayfirvöldum alla tíð grein fyrir öllum eignum sínum og talið þær fram. Platini hefur greitt skatta í Sviss síðan 2007.

Ekki kom fram í yfirlýsingunni hvort að Platini væri í raun stjórnandi fyrirtækisins eins og kom fram í lekanum.

Platini þáði rúmlega tveggja milljóna Bandaríkjadollara greiðslu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, árið 2011 án þess að gert væri grein fyrir henni á viðeigandi hátt. Fyrir það voru hann og Sepp Blatter, forseti FIFA, dæmdir í áðurnefnt sex ára bann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×