Erlent

Síestan heyri sögunni til

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/EPA
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hyggst stytta vinnudaginn um tvær klukkustundir og þannig binda endi á miðdegisblundinn svokallaða sem tíðkast hefur þar í landi. Þannig vill hann koma daglegu lífi Spánverja í meira samræmi við það sem gengur og gerist í öðrum Evrópuþjóðum.

Starfsfólk á Spáni vinnur alla jafna til klukkan tvö, áður en það tekur sér síestuna í einn til þrjá klukkutíma. Vinnudegi þeirra lýkur því oftast um klukkan átta en ráðherrann vill að vinnudeginum ljúki frekar klukkan sex. Þá auki það fyrirkomulag jafnframt lífsgæði fólks.

Rajoy hyggst beita sér fyrir þessu máli fyrir kosningarnar á Spáni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×