Bjarni Ben og Sigmundur Davíð boða komu sína á Alþingi í dag Ingvar Haraldsson skrifar 4. apríl 2016 05:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Fréttablaðið/Valli Stjórnarandstaðan hyggst leggja fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof á næstu dögum. „Í alþjóðlegu samhengi kemur þetta skelfilega út fyrir íslenskt samfélag og forsætisráðherra segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna. Fjallað var um aflandsfélög tengd Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og öðrum íslenskra stjórnmálamönnum í fjölmiðlum um allan heim í gær. Katrín segir að Sigmundur hefði átt að gera grein fyrir félaginu Wintris, þegar hann var kosinn á þing árið 2009 og með því hafi Sigmundur ákveðið að spila ekki eftir reglum samfélagsins með því að halda félaginu leyndu. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segist ekki sjá aðra leið en að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ segir Helgi. Þá segir Helgi Hrafn skýringar Sigmundar á aðkomu sinni að félaginu Wintris ekki standast. Til að mynda segist Helgi Hrafn ekki skilja þá útskýringu Sigmundar að mistök bankans hafi orðið til þess að forsætisráðherra hafi átt helmingshlut í Wintris, miðað við upplýsingar sem birtust í gær. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir málið mun alvarlegra en hann hafi búist við. Þá dugi ekki þær skýringar sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi gefið á sínum málum. Ríkisstjórnin sé rúin trausti og að hans mati er engin leið að komast hjá vantrauststillögu við þessar aðstæður „Við þessar aðstæður, þegar þessi ásýnd af Íslandi blasir við, einu vestrænna lýðræðisríkja, að þar sé stjórnmálastéttin á bólakafi í skattsvikum það kallar auðvitað á það að við sameinumst hér á vettvangi Alþingis um það að bjarga ásýnd lýðræðis og góðra stjórnarhátta í landinu,“ segir Árni Páll. Stjórnarandstaðan hafði óskað eftir því að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis yrði kallaður fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis. Árni Páll segir Birgi Ármannsson, starfandi formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafa sagt að ekki væri ástæða til að kalla Tryggva fyrir nefndina en ekki náðist í Birgi í gær. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðu ríkisstjórnarinnar verða rædda á þingflokksfundi í dag og hvort styðja eigi áfram Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem forsætisráðherra. Nú bíði hann hins vegar eftir því að forsætisráðherra svari því sem kom fram í þætti Kastljóssins í gær. Hann segir það hins vegar þannig að hann treysti Sigmundi sem forsætisráðherra og það hafi ekki breyst. „Ég tala auðvitað ekki fyrir hönd flokksins en þetta verður rætt á fundi í dag. Við ræðum stöðu ríkisstjórnarinnar í hverri viku og á því verður engin breyting á þingflokksfundinum,“ segir Brynjar. „Þetta lítur hins vegar verr út fyrir Sigmund eftir Kastljósþáttinn og þetta er pólitískt erfitt fyrir forsætisráðherrann.“ Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hafa boðað komu í óundirbúinn fyrirspurnartíma Alþingi klukkan þrjú í dag. Hvorki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra né aðra ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir ítarlegar tilraunir. Þá náðist ekki heldur í Vigdísi Hauksdóttir, formann fjárlaganefndar, Ásmund Einar Daðason, þingsflokksformann Framsóknarflokksins, eða Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vildu ekki tjá sig um málið. Panama-skjölin Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Stjórnarandstaðan hyggst leggja fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof á næstu dögum. „Í alþjóðlegu samhengi kemur þetta skelfilega út fyrir íslenskt samfélag og forsætisráðherra segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna. Fjallað var um aflandsfélög tengd Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og öðrum íslenskra stjórnmálamönnum í fjölmiðlum um allan heim í gær. Katrín segir að Sigmundur hefði átt að gera grein fyrir félaginu Wintris, þegar hann var kosinn á þing árið 2009 og með því hafi Sigmundur ákveðið að spila ekki eftir reglum samfélagsins með því að halda félaginu leyndu. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segist ekki sjá aðra leið en að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ segir Helgi. Þá segir Helgi Hrafn skýringar Sigmundar á aðkomu sinni að félaginu Wintris ekki standast. Til að mynda segist Helgi Hrafn ekki skilja þá útskýringu Sigmundar að mistök bankans hafi orðið til þess að forsætisráðherra hafi átt helmingshlut í Wintris, miðað við upplýsingar sem birtust í gær. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir málið mun alvarlegra en hann hafi búist við. Þá dugi ekki þær skýringar sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi gefið á sínum málum. Ríkisstjórnin sé rúin trausti og að hans mati er engin leið að komast hjá vantrauststillögu við þessar aðstæður „Við þessar aðstæður, þegar þessi ásýnd af Íslandi blasir við, einu vestrænna lýðræðisríkja, að þar sé stjórnmálastéttin á bólakafi í skattsvikum það kallar auðvitað á það að við sameinumst hér á vettvangi Alþingis um það að bjarga ásýnd lýðræðis og góðra stjórnarhátta í landinu,“ segir Árni Páll. Stjórnarandstaðan hafði óskað eftir því að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis yrði kallaður fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis. Árni Páll segir Birgi Ármannsson, starfandi formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafa sagt að ekki væri ástæða til að kalla Tryggva fyrir nefndina en ekki náðist í Birgi í gær. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðu ríkisstjórnarinnar verða rædda á þingflokksfundi í dag og hvort styðja eigi áfram Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem forsætisráðherra. Nú bíði hann hins vegar eftir því að forsætisráðherra svari því sem kom fram í þætti Kastljóssins í gær. Hann segir það hins vegar þannig að hann treysti Sigmundi sem forsætisráðherra og það hafi ekki breyst. „Ég tala auðvitað ekki fyrir hönd flokksins en þetta verður rætt á fundi í dag. Við ræðum stöðu ríkisstjórnarinnar í hverri viku og á því verður engin breyting á þingflokksfundinum,“ segir Brynjar. „Þetta lítur hins vegar verr út fyrir Sigmund eftir Kastljósþáttinn og þetta er pólitískt erfitt fyrir forsætisráðherrann.“ Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hafa boðað komu í óundirbúinn fyrirspurnartíma Alþingi klukkan þrjú í dag. Hvorki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra né aðra ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir ítarlegar tilraunir. Þá náðist ekki heldur í Vigdísi Hauksdóttir, formann fjárlaganefndar, Ásmund Einar Daðason, þingsflokksformann Framsóknarflokksins, eða Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vildu ekki tjá sig um málið.
Panama-skjölin Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira