Erlent

Tveir látnir í lestaslysi í Bandaríkjunum

Vísir/GEtty
Lest fór út af sporinu suður af bandarísku borginni Fíladelfíu í dag. Tæplega þrjú hundruð og fimmtíu voru um borð í lestinni en fyrstu fregnir gefa til kynna að tveir hafi látist í slysinu.

Lestin var á leið til Savannah í Georgíu-ríki frá New York þegar hún skall á gröfu, sem virðist hafa verið á teinunum. Eimreiðin fór þá út af sporinu. Öllum lestaferðum milli New York og Fíladelfíu-borgar hefur verið aflýst.

Í maí á síðasta ári fóru sjö lestarvagnar út af sporinu í lestarslysi sem átti sér stað á sömu línu. Sjö létust þá og rúmlega tvö hundruð slösuðust. Í síðasta mánuði létust tuttugu þegar lest á vegum Amtrack fór út af sporinu vestur af Dodge í Kansas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×