Handbolti

IFK Kristianstad vann deildina með 14 stiga mun eftir sigur í lokaumferðinni

Ólafur Guðmundsson og félagar hans í IFK Kristianstad unnu deildina með nokkrum yfirburðum.
Ólafur Guðmundsson og félagar hans í IFK Kristianstad unnu deildina með nokkrum yfirburðum. mynd/ifk
Örn Ingi Bjarkason skoraði tvö mörk fyrir Hammarby IF HF í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar liðið lagði Ricoh HK að velli, 34-30, í lokaumferð sænsku deildarinnar. Magnús Óli Magnússon skoraði sömuleiðis tvö mörk fyrir Ricoh en Tandri Konráðsson komst ekki á blað.

Annað Íslendingalið, IFK Kristianstad, sótti góðan sigur á heimavöll Alingsas HK, 28-27. Ólafur Guðmundsson skoraði þrjú mörk fyrir IFK Kristianstad. Ólafur og félagar höfðu fyrir leikinn þegar tryggt sér sigur í deildinni en liðið vann hana með nokkrum yfirburðum.

Þá skoraði Atli Ævar Ingólfsson tvö mörk fyrir IK Savehof þegar liðið vann góðan heimasigur á Eskilstuna Guif, 27-22.

IFK Kristianstad vann deildarkeppnina með 14 stiga mun, hlaut 60 stig en næsta lið, Alingsas endaði með 44 stig. Savehof endaði í 6. sæti með 39 stig, Hammarby í því níunda með 33 stig og Ricoh í 10. sæti með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×