Bréf Ungra jafnaðarmanna til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2. apríl 2016 13:00 Ungir jafnaðarmenn skrifa:Kæri Sigurður Ingi, Okkur í Ungum jafnaðarmönnum langar að spyrja þig hvað sé flókið við að eiga pening á Íslandi? Við spyrjum af einskærri forvitni, enda eigum við, líkt og flest ungt fólk á Íslandi, mjög lítinn pening. Okkar upplifun er nefnilega frekar sú að það sé flókið að eignast pening á Íslandi. Laun eru nefnilega lág á Íslandi miðað við nágrannalönd okkar, og kaupmáttur launa sömuleiðis. Á Íslandi erum við með námslánakerfi sem gerir ekki ráð fyrir neinum almennum styrkjum til stúdenta (ólíkt öllum hinum Norðurlöndunum), er með allt upp í 100% námsframvindukröfur og tryggir námsmönnum svo lága framfærslu að ekki er hægt að lifa á henni nema að búa í ókeypis húsnæði. Reyni stúdentar að vinna til að drýgja framfærslulánin, lækkar framfærslan næstu önn vegna ósanngjarns frítekjumarks. Ef ungt fólk vill flytja út af Hótel Mömmu, stendur það frammi fyrir því vali að festast í fátæktargildru leigumarkaðar eða – takist því einhvernvegin að nurla saman útborgun fyrir íbúð – skuldbinda sig til a.m.k. 40 ára til að borga íbúðaverðið u.þ.b. tvisvar og hálf sinnum með dýrum verðtryggðum lánum. Í nágrannalöndunum, þar sem fólk býr við eðlileg lánakjör, er fólk nær því að borga íbúðaverð u.þ.b. einu og hálf sinnum. Mismunandi lánakjör Íslendinga og nágranna okkar verða þannig til þess að ungt fólk hérlendis þarf að spyrja sig hvort búseta á Íslandi sé heillar íbúðar virði. Fyrir þau okkar sem langar þrátt fyrir allt að búa hér áfram, þá er það því nokkuð áhyggjuefni ef það er svo flókið að eiga peninga á Íslandi eins og þú segir að það sé. Það lítur nefnilega þvert á móti út fyrir að það sé töluvert auðvelt að eiga fullt af pening á Íslandi. Því virðast meira að segja fylgja ýmis forréttindi, svo sem að geta tekið hagstæðari lán, borgað fjármagnstekjuskatt (20%) í stað tekjuskatts (a.m.k. 37%) og jafnvel, ef maður er rosa ríkur, geymt peninginn í skattaskjólum erlendis. Við hlökkum til að heyra af flækjunni sem þið moldríku ráðamenn eruð í út af öllum peningunum sem þið þurfið að burðast með. Mynd/UJ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn skrifa:Kæri Sigurður Ingi, Okkur í Ungum jafnaðarmönnum langar að spyrja þig hvað sé flókið við að eiga pening á Íslandi? Við spyrjum af einskærri forvitni, enda eigum við, líkt og flest ungt fólk á Íslandi, mjög lítinn pening. Okkar upplifun er nefnilega frekar sú að það sé flókið að eignast pening á Íslandi. Laun eru nefnilega lág á Íslandi miðað við nágrannalönd okkar, og kaupmáttur launa sömuleiðis. Á Íslandi erum við með námslánakerfi sem gerir ekki ráð fyrir neinum almennum styrkjum til stúdenta (ólíkt öllum hinum Norðurlöndunum), er með allt upp í 100% námsframvindukröfur og tryggir námsmönnum svo lága framfærslu að ekki er hægt að lifa á henni nema að búa í ókeypis húsnæði. Reyni stúdentar að vinna til að drýgja framfærslulánin, lækkar framfærslan næstu önn vegna ósanngjarns frítekjumarks. Ef ungt fólk vill flytja út af Hótel Mömmu, stendur það frammi fyrir því vali að festast í fátæktargildru leigumarkaðar eða – takist því einhvernvegin að nurla saman útborgun fyrir íbúð – skuldbinda sig til a.m.k. 40 ára til að borga íbúðaverðið u.þ.b. tvisvar og hálf sinnum með dýrum verðtryggðum lánum. Í nágrannalöndunum, þar sem fólk býr við eðlileg lánakjör, er fólk nær því að borga íbúðaverð u.þ.b. einu og hálf sinnum. Mismunandi lánakjör Íslendinga og nágranna okkar verða þannig til þess að ungt fólk hérlendis þarf að spyrja sig hvort búseta á Íslandi sé heillar íbúðar virði. Fyrir þau okkar sem langar þrátt fyrir allt að búa hér áfram, þá er það því nokkuð áhyggjuefni ef það er svo flókið að eiga peninga á Íslandi eins og þú segir að það sé. Það lítur nefnilega þvert á móti út fyrir að það sé töluvert auðvelt að eiga fullt af pening á Íslandi. Því virðast meira að segja fylgja ýmis forréttindi, svo sem að geta tekið hagstæðari lán, borgað fjármagnstekjuskatt (20%) í stað tekjuskatts (a.m.k. 37%) og jafnvel, ef maður er rosa ríkur, geymt peninginn í skattaskjólum erlendis. Við hlökkum til að heyra af flækjunni sem þið moldríku ráðamenn eruð í út af öllum peningunum sem þið þurfið að burðast með. Mynd/UJ
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun