Erlent

Zuma biðst afsökunar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Jacob Zuma
Jacob Zuma vísir/epa
Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, baðst í kvöld afsökunar á að hafa brotið af sér í starfi. Stjórnarskrárdómstóll komst í gær að þeirri niðurstöðu að Zuma hefði brotið ákvæði stjórnarskrár landsins með því að hafa tekið fé úr opinberum sjóðum til endurbóta á einkaheimili sínu.

Dómstóllinn dæmdi Zuma til þess að endurgreiða féð sem samsvarar tæplega þremur milljörðum íslenskra króna, en ekki hefur verið tilgreint hversu mikið hann þarf að greiða úr eigin vasa. Hann neitaði í gær að hafa gert nokkuð rangt, en í sjónvarpsávarpi sínu í kvöld sagðist hann ætla að hlíta úrskurðinum.

Þá sagðist Zuma hafa tekið peningana í góðri trú – hann hafi ekki vitað til þess að hann væri að brjóta ákvæði stjórnarskrárinnar.

Stjórnarandstaðan, Lýðræðisbandalagið, fór með málið fyrir dómstóla, og sem fyrr segir var dómur kveðinn upp í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×