Erlent

Reiknað með að færri flóttamenn fái hæli í Danmörku en í ár

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Fólk í flóttamannabúðum á Grikklandi.
Fólk í flóttamannabúðum á Grikklandi. Vísir/EP
Dönsk stjórnvöld gera ráð fyrir því að taka á móti 15 þúsund flóttamönnum á næsta ári. Gert er ráð fyrir að þeim verði dreift á milli þeirra 98 sveitarfélaga sem í landinu eru.

Í frétt DR um málið segir að danska Útlendingastofnunin fái á næsta ári leyfi til þess að veta 15 þúsund flóttamönnum skjól en það er tvöþúsund færri en í ár. 

Til þess að fá hæli í Danmörku þarf flóttafólk að uppfylla ströng skilyrði en í fyrra fengu 10.575 manns hæli í landinu þrátt fyrir að Útlendingastofnun hafi haft leyfi til þess að hleypa fleirum inn.

Tekið er fram að þetta séu fyrstu drög ríkisstjórnarinnar að breyttum flóttamannakvóta samkvæmt Inger Stöjberg ráðherra. Enn er hægt að taka ákvörðun um að hleypa færri eða fleirum inn á næsta ári en sú ákvörðun er tekin eftir aðstæðum hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×