Erlent

75 kynlífsþrælum bjargað í Líbanon

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjölmargir flóttamenn frá Sýrlandi halda til í Líbanon.
Fjölmargir flóttamenn frá Sýrlandi halda til í Líbanon. Vísir/EPA
Lögreglan í Líbanon hefur stöðvað umfangsmikla starfsemi kynlífsþrælahrings þar í landi. 75 kynlífsþrælum var bjargað úr haldi glæpamanna. Þar af voru flestar konurmar frá Sýrlandi og hafði þeim verið nauðgað og þær barðar.

Þá báru einhver þeirra ummerki um misþyrmingu samkvæmt tilkynningu frá yfirvöldum.

Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að þetta sé umfangsmesta kynlífsþrælkunarmál yfirvalda í Líbanon frá því að stríðið í Sýrlandi hófst. Tíu menn og átta konur stóðu vörð um starfsemina og voru þau handtekin. Tveir grunaðir ganga enn lausir.

Þá fannst átta mánaða gamalt barn, en móðir þess var líklega ein af þrælunum.

Konur frá Sýrlandi hafa verið neyddar í kynlífsþrælkun í Líbanon um árabil, en það hefur þó færst í aukana síðan borgarastyrjöldin hófst þar. Gífurlegur fjöldi flóttafólks frá Sýrlandi heldur til í Líbanon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×