Erlent

Lagði fram þingsályktun til að bæta málfar þingmanna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þingsályktunin sem ætlað er að bæta málfar þingmanna.
Þingsályktunin sem ætlað er að bæta málfar þingmanna.
Hvað skal gera þegar þú lendir ítrekað í því að samstarfsfélagar þínir nota ítrekað röng orð í vinnunni sinni og leiðréttingar þínar skila engum árangri? Þingmaður í Missouri-ríki í Bandaríkjunum fór heldur óvenjulega leið.

Tracy McCreery situr á þingi fyrir Repúblíkanaflokkinn en henni leiddist að samstarfsmenn hennar notuðu ítrekað orðið physical í stað orðsins fiscal. Þrátt fyrir að hljóma eins þá er gífurlegur munur á meiningu orðanna þar sem annað þeirra tengist líkamanum og náttúru- og eðlisfræði en hitt er algerlega hagfræðilegs eðlis.

„Ég gerði þetta því ég átti engan annan kost. Það er hægt að setja út á margt í löggjöf Missouri og þetta er aðeins einn þeirra hluta,“ segir McCreery í samtali við River Front Times. Margir hafi gerst sekir um að nota rangt orð ítrekað í rituðu máli.

Þingsályktunin hljóðar svo að þingmönnum beri, héðan í frá, að nota orðið fiscal þegar það á við og hætta þegar í stað að brúka physical.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×