Erlent

Sexfalt fleiri með offitu en fyrir fjörutíu árum síðan

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fleiri jarðarbúar eru nú skilgreindir með offitu en of léttir.
Fleiri jarðarbúar eru nú skilgreindir með offitu en of léttir. vísir/getty
Fleiri jarðarbúar eru nú skilgreindir með offitu en of léttir samkvæmt nýrri rannsókn fræðimanna við Imperial College í London sem birtist nýverið í The Lancet.

Í rannsókninni er borin saman þyngdarstuðull meðal tæplega tuttugu milljóna manna á árunum 1975 til 2014. Á því tímabili hefur offita meðal karla þrefaldast, en tvöfaldast meðal kvenna. Fjöldi fólks með offitu hefur sexfaldast úr 105 milljónum árið 1975 upp í 641 milljónar árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×