Viðskipti innlent

Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla

Bjarki Ármannsson skrifar
Skuldir Reykjanesbæjar nema nú rúmlega fjörutíu milljörðum króna, um 230 prósentum af árlegum tekjum bæjarins.
Skuldir Reykjanesbæjar nema nú rúmlega fjörutíu milljörðum króna, um 230 prósentum af árlegum tekjum bæjarins. Vísir/GVA
Reykjanesbær var rekinn með halla upp á 455,4 milljónir króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi bæjarins sem lagður var fram á fundi bæjarstjórnar í kvöld.

Líkt og greint var frá fyrr í kvöld, var umræðu um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu frestað á síðustu stundu.

Fyrir afskriftir og fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða bæjarins jákvæð um rúma 3,4 milljarða en að teknu tilliti til þeirra var niðurstaðan neikvæð um 455,4 milljónir.

Samkvæmt ársreikningi námu rekstrartekjur Reykjanesbæjar á árinu 2015 um 17,5 milljörðum króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir a- og b-hluta. Heildareignir námu rúmum fimmtíu milljörðum og eigið fé rúmlega sex milljörðum.

Skuldir Reykjanesbæjar nema nú rúmlega fjörutíu milljörðum króna, um 230 prósentum af árlegum tekjum bæjarins.


Tengdar fréttir

Saka meirihlutann um uppgjöf

Fulltrúi minnihluta í bæjarráði Reykjanesbæjar segir meirihlutann hafa gefist upp allt of snemma við að reyna að semja við kröfuhafa um skuldir sveitafélagsins. Þeir ætla ekki að styðja tillögu þessefnis að innanríkisráðuneytið taki yfir fjármál bæjarins.

130 milljónir í ráðgjöf vegna skuldaviðræðna

Reykjanesbær greiddi 130 milljónir króna fyrir aðkeypta ráðgjöf vegna viðræðna við kröfuhafa 2015. Mun borga sig náist samkomulag um milljarða­afskriftir, að sögn bæjarstjóra. Jöfnunarsjóður endurgreiðir stóran hluta.

Reykjanesbær setur lánveitendum afarkosti

Reykjanesbær hyggst óska eftir því að fjárhagsstjórn verði skipuð yfir sveitarfélaginu samþykki lánardrottnar fasteignafélags í eigu bæjarins ekki afskriftir. Þeir hafa frest til morguns til að ganga að tilboðinu. Bæjarstjóri segir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×