Handbolti

Svona lokasekúndur sérðu ekki á hverjum degi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þjálfari Nordsjælland reif bolinn sinn og grét í leikslok.
Þjálfari Nordsjælland reif bolinn sinn og grét í leikslok.
Dramatíkin var hreint ótrúleg í leik Nordsjælland og Tönder um laust sæti í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Tönder vann fyrri leik liðanna, 29-25, og Nordsjælland þurfti því að vinna upp fjögurra marka forskot til að halda sæti sínu í deildinni. Ef ekki kæmist Tönder upp í efstu deild.

Nordsjælland var fjórum mörkum yfir og í góðri stöðu þegar hálf mínúta lifði leiks. Liðið leiddi 20-16 og skömmu síðar varði markvörður Nordsjælland frábærlega frá liðsmönnum Tönder. Nordsjælland náði frákastinu.

Það sem gerðist í kjölfarið er ótrúlegt og geta áhugasamir séð myndband af lokasekúndunum með því að smella hér.

Liðsmenn Nordsjælland reyndu að halda boltanum út leiktímann en fengu dæmda á sig leiktöf þegar markvörður Nordsjælland fékk boltann sendan til baka.

Markvörðurinn, Kristian Pedersen, gerði síðan þau mistök að kasta boltanum út í bláinn þegar enn voru nokkrar sekúndur eftir. Fyrir það fékk Tönder rautt spjald og vítakast sem liðið nýtti.

Lokatölurnar urðu 20-17 fyrir Tönder sem er komið í efstu deild en Nordsjælland er fallið. Markvörður Tönder lýsti mistökum sínum sem stærstu mistökum áratugarins en aðeins örfáum sekúndum áður var hann í stöðu hetjunnar.

Það er líka erfitt annað en að finna til með þjálfara Nordsjælland sem reif af sér bolinn í öllu tilfinningadramanu og grét síðan, skiljanlega enda grátlegt hvernig hans menn köstuðu góðri stöðu frá sér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×