Hamingja! Sólveig Hlín Kristjánsdóttir skrifar 19. apríl 2016 07:00 Við viljum öll vera hamingjusöm. Okkur langar að líða vel, vera glöð og ánægð. Þegar okkur líður vel þá hegðum við okkur á annan hátt en þegar okkur líður illa. Ánægt fólk er t.d. rausnarlegra, opnara fyrir nýjungum og næmara á tilfinningar annarra. Samneyti við annað fólk bætir líðan okkar meira en flest annað. Okkur líður vel þegar við tengjumst öðru fólki. Til dæmis þegar við eigum gott spjall við vini eða drekkum góðan kaffibolla með samstarfsfólkinu. Okkur líður betur þegar við hjálpum öðrum og rannsóknir sýna að börn sem gefa með sér af sælgæti eru ánægðari með sig og glaðari en þau sem borða nammið sitt ein. Þeir sem gefa blóð finna fyrir ánægju og hlýju við blóðgjafir og þeir sem vinna sem sjálfboðaliðar eru einnig líklegri til að vera ánægðir og líða vel. Okkur líður líka betur þegar við prófum eitthvað nýtt. Það gæti verið eitthvað sem við þorðum varla að gera áður eða eitthvað sem hafði ekki hvarflað að okkur, eins og til dæmis að prófa svifflug yfir Úlfarsfelli! Við finnum fyrir vellíðan þegar við gerum eitthvað til að gleðja aðra, upplifum eitthvað nýtt og náum að tengjast öðru fólki. Því er svo mikilvægt að muna eftir því að við erum öll fólk, mismunandi og oft mjög frábrugðin hvort öðru en það veitir okkur líka vellíðan að tengjast ólíku fólki. Um leið og við hættum að hugsa um aðrar manneskjur sem fólk, rétt eins og okkur sjálf, aukast líkurnar á því að við förum að hegða okkur ómanneskjulega gagnvart þeim. Og það bitnar ekki bara á þeirra líðan heldur líka okkar eigin. Við verðum því að vera á varðbergi þegar fólki er skipt upp í ólíka hópa og kerfisbundið reynt að gera lítið úr mennsku þeirra sem eru ólíkari okkur. Það elur á hræðslu, vanlíðan og stundum ofbeldi. Við viljum öll vera hamingjusöm og við viljum að okkur líði vel. Til að það takist er farsælast að vera opin fyrir nýjungum og vera í samneyti við annað fólk… alls konar fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við viljum öll vera hamingjusöm. Okkur langar að líða vel, vera glöð og ánægð. Þegar okkur líður vel þá hegðum við okkur á annan hátt en þegar okkur líður illa. Ánægt fólk er t.d. rausnarlegra, opnara fyrir nýjungum og næmara á tilfinningar annarra. Samneyti við annað fólk bætir líðan okkar meira en flest annað. Okkur líður vel þegar við tengjumst öðru fólki. Til dæmis þegar við eigum gott spjall við vini eða drekkum góðan kaffibolla með samstarfsfólkinu. Okkur líður betur þegar við hjálpum öðrum og rannsóknir sýna að börn sem gefa með sér af sælgæti eru ánægðari með sig og glaðari en þau sem borða nammið sitt ein. Þeir sem gefa blóð finna fyrir ánægju og hlýju við blóðgjafir og þeir sem vinna sem sjálfboðaliðar eru einnig líklegri til að vera ánægðir og líða vel. Okkur líður líka betur þegar við prófum eitthvað nýtt. Það gæti verið eitthvað sem við þorðum varla að gera áður eða eitthvað sem hafði ekki hvarflað að okkur, eins og til dæmis að prófa svifflug yfir Úlfarsfelli! Við finnum fyrir vellíðan þegar við gerum eitthvað til að gleðja aðra, upplifum eitthvað nýtt og náum að tengjast öðru fólki. Því er svo mikilvægt að muna eftir því að við erum öll fólk, mismunandi og oft mjög frábrugðin hvort öðru en það veitir okkur líka vellíðan að tengjast ólíku fólki. Um leið og við hættum að hugsa um aðrar manneskjur sem fólk, rétt eins og okkur sjálf, aukast líkurnar á því að við förum að hegða okkur ómanneskjulega gagnvart þeim. Og það bitnar ekki bara á þeirra líðan heldur líka okkar eigin. Við verðum því að vera á varðbergi þegar fólki er skipt upp í ólíka hópa og kerfisbundið reynt að gera lítið úr mennsku þeirra sem eru ólíkari okkur. Það elur á hræðslu, vanlíðan og stundum ofbeldi. Við viljum öll vera hamingjusöm og við viljum að okkur líði vel. Til að það takist er farsælast að vera opin fyrir nýjungum og vera í samneyti við annað fólk… alls konar fólk.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun