Stjórnmál á Íslandi Heimir Örn Hólmarsson skrifar 18. apríl 2016 00:00 Fyrir mér virðast stjórnmál á Íslandi hafa verið rotin í áratugi og spilling grasserað meðal stjórnmálamanna allan þennan tíma. Baktjaldamakkið sem almenningur sá ekki áður fyrr er að koma upp á yfirborðið, þökk sé fjölmiðlum. Fjármálaöflin í okkar annars frábæra samfélagi hafa stjórnað öllu hér frá upphafi lýðveldisins. Þegar þannig háttar til á lýðveldið erfitt uppdráttar. Spurningin er hvernig virkar annars lýðræðið á Íslandi í raun? Í fyrstu grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands stendur: „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ Þessi fyrsta grein hljómar mjög vel og ég er mjög sáttur við þessa grein. Fólkið í landinu kýs flokka á þing einu sinni á fjögurra ára fresti en flokkarnir sjálfir, eða fylgismenn þeirra, geta raðað mönnum og konum á flokkslista án þess að almenningur fái nokkru um það ráðið. Hér tel ég að lýðræðið fái ekki að njóta sín eins og 31. grein stjórnarskrárinnar segir til um: „Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til 4 ára.“ Túlkun mín á þessari grein er sú að ég sem persóna, í íslensku þjóðfélagi, eigi að geta kosið einstaka þingmenn á þing sem sagt persónukjör. Hér tel ég því lýðræðinu ekki vera fullnægt. Þegar persónur kjósa svo þingflokka, geta þær um leið strikað út nöfn á lista viðkomandi flokks. Útstrikunin sjálf hefur yfirleitt ekki skipt neinu máli og man ég eftir því að ákveðinn einstaklingur fékk um 30% útstrikanir af löglegum atkvæðum til flokksins sem þessi einstaklingur tilheyrði. Afleiðingarnar urðu þær að einstaklingurinn féll niður um eitt sæti á þeim lista og komst samt sem áður inn á þing. Þar af leiðandi vil ég meina að lýðræðið virkar ekki þegar kemur að útstrikunum lista þingflokkanna.Hvar er lýðræðið hér? Þegar á þing er komið fær einhver þingflokkur völdin til að mynda ríkisstjórn með atbeina forseta lýðveldisins. Ekki er sjálfgefið að sá flokkur sem fær flest atkvæði í alþingiskosningum fái stjórnarmyndunarumboðið. Þar með fær formaður þess flokks sem fær stjórnarmyndunarumboðið í raun öll völd stjórnsýslunnar í hendurnar. Hann myndar stjórn með sínum flokki einum og sér eða þá í samstarfi við aðra flokka. Formenn stjórnarflokka fá þar með þau völd að stýra öllum ráðuneytum, skipa formenn í allar þingnefndir og geta mögulega stýrt óbeint um leið hverjir af þingmönnum stjórnarandstöðuflokka fái að vera með í þingnefndum. Hvar er lýðræðið hér? Áhrif þingmanna sem persóna inni á þingi eru nánast engin því ef þeir vilja fá einhverju breytt, með t.d. frumvarpi, þurfa þeir að safna liði annarra þingmanna til að fá sín frumvörp afgreidd af þinginu annars eru það einungis stjórnarfrumvörp sem eru afgreidd á sérhverjum tíma. Skv. ársskýrslu Alþingis 2008 voru 78 af 102 stjórnarfrumvörpum afgreidd sem lög á 136. löggjafarþingi á meðan 6 af 89 þingmannafrumvörpum voru afgreidd sem lög. Svipaða sögu má segja af þingsályktunartillögum frá sama þingi. Nú spyr ég aftur, hvar er lýðræðið? Nú fer senn að líða að forsetakosningum en sá er hlýtur það embætti verður með réttu lýðræðislega kjörinn í persónukjöri. Þessi aðili er eini öryggisventill þjóðarinnar er varðar afgreiðslu frumvarpa sem geta verið samin af stjórnarliðum til eigin hagsmuna. Þjóðkjörinn forseti verður því að vera sjálfstæður í sínu starfi og ekki með sérhagsmuni að leiðarljósi. Hann verður að huga að hagsmunum heildarinnar þegar hann veitir frumvörpum samþykki sitt og þarf að ganga úr skugga um að allar greiningar sem völ er á hverju sinni hafi verið gerðar. Mætti þar til telja t.d. arðsemismat, áhættugreiningu, hagsmunaaðilagreiningu o.s.frv. Forsetinn verður einnig að taka tillit til þjóðarinnar og velta fyrir sér siðferðislegum álitamálum við ákvarðanatöku. Hann skal svo staðfesta eða synja lögum út frá málefnalegum rökum. Mín krafa er sú að forseti Íslands sé laus við pólitísk tengsl, sé ekki með tengsl við stóra hagsmunaaðila, sé ekki beintengdur við fjármálaöflin í landinu, sé ekki með sérhagsmuni að leiðarljósi, sé áhugasamur um land og þjóð, sé nærgætin persóna en jafnframt ákveðin, sé ávallt að vinna að almannahag og sé góð fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir. Ég vona að þetta sé sú mynd sem þú kæri kjósandi hefur einnig um embætti forseta Íslands. Sem forsetaframbjóðandi treysti ég mér til að framfylgja þessum kröfum af einurð og einlægni. Hafðu þetta í huga þegar þú tekur ákvörðun um hver ætti að verða næsti forseti Íslands. Kynntu þér endilega þá kosti sem ég hef fram að færa í embætti forseta Íslands á https://www.xheimir.is og https://www.facebook.com/xheimir/. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir mér virðast stjórnmál á Íslandi hafa verið rotin í áratugi og spilling grasserað meðal stjórnmálamanna allan þennan tíma. Baktjaldamakkið sem almenningur sá ekki áður fyrr er að koma upp á yfirborðið, þökk sé fjölmiðlum. Fjármálaöflin í okkar annars frábæra samfélagi hafa stjórnað öllu hér frá upphafi lýðveldisins. Þegar þannig háttar til á lýðveldið erfitt uppdráttar. Spurningin er hvernig virkar annars lýðræðið á Íslandi í raun? Í fyrstu grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands stendur: „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ Þessi fyrsta grein hljómar mjög vel og ég er mjög sáttur við þessa grein. Fólkið í landinu kýs flokka á þing einu sinni á fjögurra ára fresti en flokkarnir sjálfir, eða fylgismenn þeirra, geta raðað mönnum og konum á flokkslista án þess að almenningur fái nokkru um það ráðið. Hér tel ég að lýðræðið fái ekki að njóta sín eins og 31. grein stjórnarskrárinnar segir til um: „Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til 4 ára.“ Túlkun mín á þessari grein er sú að ég sem persóna, í íslensku þjóðfélagi, eigi að geta kosið einstaka þingmenn á þing sem sagt persónukjör. Hér tel ég því lýðræðinu ekki vera fullnægt. Þegar persónur kjósa svo þingflokka, geta þær um leið strikað út nöfn á lista viðkomandi flokks. Útstrikunin sjálf hefur yfirleitt ekki skipt neinu máli og man ég eftir því að ákveðinn einstaklingur fékk um 30% útstrikanir af löglegum atkvæðum til flokksins sem þessi einstaklingur tilheyrði. Afleiðingarnar urðu þær að einstaklingurinn féll niður um eitt sæti á þeim lista og komst samt sem áður inn á þing. Þar af leiðandi vil ég meina að lýðræðið virkar ekki þegar kemur að útstrikunum lista þingflokkanna.Hvar er lýðræðið hér? Þegar á þing er komið fær einhver þingflokkur völdin til að mynda ríkisstjórn með atbeina forseta lýðveldisins. Ekki er sjálfgefið að sá flokkur sem fær flest atkvæði í alþingiskosningum fái stjórnarmyndunarumboðið. Þar með fær formaður þess flokks sem fær stjórnarmyndunarumboðið í raun öll völd stjórnsýslunnar í hendurnar. Hann myndar stjórn með sínum flokki einum og sér eða þá í samstarfi við aðra flokka. Formenn stjórnarflokka fá þar með þau völd að stýra öllum ráðuneytum, skipa formenn í allar þingnefndir og geta mögulega stýrt óbeint um leið hverjir af þingmönnum stjórnarandstöðuflokka fái að vera með í þingnefndum. Hvar er lýðræðið hér? Áhrif þingmanna sem persóna inni á þingi eru nánast engin því ef þeir vilja fá einhverju breytt, með t.d. frumvarpi, þurfa þeir að safna liði annarra þingmanna til að fá sín frumvörp afgreidd af þinginu annars eru það einungis stjórnarfrumvörp sem eru afgreidd á sérhverjum tíma. Skv. ársskýrslu Alþingis 2008 voru 78 af 102 stjórnarfrumvörpum afgreidd sem lög á 136. löggjafarþingi á meðan 6 af 89 þingmannafrumvörpum voru afgreidd sem lög. Svipaða sögu má segja af þingsályktunartillögum frá sama þingi. Nú spyr ég aftur, hvar er lýðræðið? Nú fer senn að líða að forsetakosningum en sá er hlýtur það embætti verður með réttu lýðræðislega kjörinn í persónukjöri. Þessi aðili er eini öryggisventill þjóðarinnar er varðar afgreiðslu frumvarpa sem geta verið samin af stjórnarliðum til eigin hagsmuna. Þjóðkjörinn forseti verður því að vera sjálfstæður í sínu starfi og ekki með sérhagsmuni að leiðarljósi. Hann verður að huga að hagsmunum heildarinnar þegar hann veitir frumvörpum samþykki sitt og þarf að ganga úr skugga um að allar greiningar sem völ er á hverju sinni hafi verið gerðar. Mætti þar til telja t.d. arðsemismat, áhættugreiningu, hagsmunaaðilagreiningu o.s.frv. Forsetinn verður einnig að taka tillit til þjóðarinnar og velta fyrir sér siðferðislegum álitamálum við ákvarðanatöku. Hann skal svo staðfesta eða synja lögum út frá málefnalegum rökum. Mín krafa er sú að forseti Íslands sé laus við pólitísk tengsl, sé ekki með tengsl við stóra hagsmunaaðila, sé ekki beintengdur við fjármálaöflin í landinu, sé ekki með sérhagsmuni að leiðarljósi, sé áhugasamur um land og þjóð, sé nærgætin persóna en jafnframt ákveðin, sé ávallt að vinna að almannahag og sé góð fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir. Ég vona að þetta sé sú mynd sem þú kæri kjósandi hefur einnig um embætti forseta Íslands. Sem forsetaframbjóðandi treysti ég mér til að framfylgja þessum kröfum af einurð og einlægni. Hafðu þetta í huga þegar þú tekur ákvörðun um hver ætti að verða næsti forseti Íslands. Kynntu þér endilega þá kosti sem ég hef fram að færa í embætti forseta Íslands á https://www.xheimir.is og https://www.facebook.com/xheimir/.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun