Enski boltinn

Balotelli vill ekki fara aftur til Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Balotelli leið ekki vel hjá Liverpool.
Balotelli leið ekki vel hjá Liverpool. vísir/getty
Mario Balotelli hefur tekið af öll tvímæli um hvort hann vilji fara aftur til Liverpool.

Hann er enn í eigu Liverpool en er í láni hjá AC Milan. Lánssamningurinn er á enda í sumar.

Balotelli kom frá Milan til Liverpool árið 2014 en fór aftur til Ítalíu eftir einn vetur hjá Liverpool þar sem hann stóð engan veginn undir væntingum.

„Ég vil vera áfram hjá Milan. Ég vil ekki fara aftur til Liverpool því ég var aldrei ánægður þar,“ sagði Balotelli.

Hann hefur nú ekki beint slegið í gegn í búningi Milan í vetur og aðeins skorað eitt mark í 17 deildarleikjum. Hann hefur þó lent í erfiðum meiðslum sem hafa haft áhrif.

„Mér er loksins farið að líða betur á ný. Formið er búið að vera gott í tvær til þrjár vikur.“

Samningur Balotelli við Liverpool rennur út sumarið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×