Handbolti

Kiel nartar í hælana á Ljónunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð þjálfar lið Kiel.
Alfreð þjálfar lið Kiel. vísir/getty
Kiel heldur áfram að elta Rhein-Neckar Löwen eins og skugginn á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta, en Kiel vann öruggan, 38-29, sigur á Göppingen í dag.

Niclas Ekberg skoraði níu mörk í sigri Kiel sem leiddi 20-12 í hálfleik. Alfreð Gíslason og lærisveinar hans eru nú einu stigi á eftir Ljónunum.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk þegar Bergrischer tapaði með þriggja marka mun, 31-28, gegn Leipzig. Björgvin Páll Gústavsson varði tíu skot samkvæmt heimasíðu þýska sambandsins.

Bergrischer er í fimmtánda sætinu, einu stigi frá fallsæti, en Leipzig er í ellefta sætinu.

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði tvö mörk fyrir Eisenach sem tapaði með sex marka mun  29-23 gegn Magdeburg.

Eisenach er í fallsæti, því sextánda, en Magdeburg er í tíunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×