Erlent

Tugir létust í jarðskjálftanum í Japan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín vegna skjálftanna.
Fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín vegna skjálftanna. vísir/getty
Að minnsta kosti 34 hafa fundist látnir í kjölfar jarðskjálftans sem skók suðurhluta Japan í gær og talið er að 1500 manns hafi slasast. Þá er óttast að fjöldi fólks sé grafinn undir húsarústum og aurskriðum sem fóru af stað í skjálftanum.

Sjá einnig: Íslensk kona á jarðskjálftasvæðinu veit ekki hvenær hún fær að fara heim til sín

Jarðskjálftinn var 7,3 að stærð og olli töluverðri eyðileggingu. Degi áður hafði annar stór skjálfti riðið yfir sama svæði og létust þá níu manns. Meira en 100 eftirskjálftar hafa orðið síðan seinni stóri skjálftinn varð í gær.

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, hefur lýst yfir áhyggjum af því að slæmt veður á svæðinu sem varð verst úti í skjálftanum geti orðið til þess að enn meiri eyðilegging verði. Þannig er spáð mikilli rigningu og stormi og er óttast að meiri aurskriður geti orðið vegna þess.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×