Handbolti

Vignir og félagar í vondum málum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Vignir Svavarsson í leik með Íslandi.
Vignir Svavarsson í leik með Íslandi. vísir/valli
Vignir Svavarsson, landsliðsmaður í handbolta, og félagar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Midtjylland töpuðu fyrri leiknum í einvígi sínu gegn Odder í umspili um sæti í úrvalsdeildinni.

Odder, sem lék í 1. deildinni í vetur, hafði betur gegn bikarmeisturunum á heimavelli, 29-25, en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Midtjylland næsta fimmtudag.

Staðan var jöfn, 12-12, í hálfleik, en í seinni hálfleik var það 1. deildar liðið sem tók völdin og sigldi sterkum fjögurra marka sigri heim. Vignir og félagar þurfa að gera betur en það eftir sex daga.

Vignir skoraði eitt mark úr tveimur skotum í kvöld en Midtjylland er nú á barmi falls úr úrvalsdeildinni eftir að verða bikarmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×