Handbolti

Aron kynntur sem nýr þjálfari Álaborgarliðsins í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. Vísir/Getty
Aron Kristjánsson, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, verður ekki lengi í burtu frá handboltanum eftir að hann hætti með íslenska landsliðið eftir EM í Póllandi.

TV2 segir frá því að Aron verði næsti þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Aalborg Håndbold. Hann verður kynntur á blaðamannafundi í Álaborg í dag. Hann mun taka við danska liðinu í sumar.

Aron hefur mikla reynslu af dönsku deildinni en hann þjálfaði KIF Kolding á síðasta tímabili og var einnig þjálfari Skjern Håndbold frá 2004 til 2007. Aron gerði KIF Kolding meðal annars að dönskum meisturum á síðasta tímabili.

Aron Kristjánsson gerði flotta hluti með KIF Kolding eftir að hann tók við liðinu í febrúar en ekkert varð að því að hann héldi áfram með liðið og hann einbeitti sér í staðinn að verkefnum fyrir HSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×