Handbolti

Ísland lenti í snúnum riðli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Geir Sveinsson mun stýra liðinu í undankeppni EM og vonandi kemur hann liðinu í lokakeppnina.
Geir Sveinsson mun stýra liðinu í undankeppni EM og vonandi kemur hann liðinu í lokakeppnina. vísir/vilhelm
Í morgun var dregið í riðlakeppnina fyrir EM í handbolta árið 2018 sem verður haldið í Króatíu.

Ísland var í efsta styrkleikaflokki í drættinum og lenti í áhugaverðum riðli.

Ísland lenti í riðli með Makedóníu, Tékklandi og Úkraínu. Tvö lið fara áfram upp úr hverjum riðli.

Strákarnir okkar hafa spilað nokkrar leiki gegn Makedónum á síðustu árum en spiluðum síðast við Tékkland á HM í Katar þar sem Ísland steinlá, 36-25.

Svo hefur Ísland ekki spilað við Úkraínu síðan á HM 2007 þar sem Ísland tapaði óvænt. Aðeins glæstur sigur á Frökkum í lokaleik riðlakeppninnar kom íslenska liðinu áfram og skildi Úkraínu eftir með sárt ennið.

Riðill 1:

Danmörk

Ungverjaland

Holland

Lettland

Riðill 2:

Pólland

Hvíta-Rússland

Serbía

Rúmenía

Riðill 3:

Spánn

Austurríki

Bosnía

Finnland

Riðill 4:

Ísland

Makedónía

Tékkland

Úkraína

Riðill 5:

Þýskaland

Slóvenía

Portúgal

Sviss

Riðill 6:

Svíþjóð

Rússland

Svartfjallaland

Slóvakía

Riðill 7:

Frakkland

Noregur

Litháen

Belgía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×