Handbolti

Öruggt hjá Ljónunum gegn Gummersbach

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander skoraði eitt mark gegn Gummersbach.
Alexander skoraði eitt mark gegn Gummersbach. vísir/epa
Rhein-Neckar Löwen vann sinn fjórða leik í röð í þýsku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Gummersbach örugglega að velli, 22-33.

Aðeins eitt íslenskt mark var skorað í leiknum en það gerði Alexander Petersson fyrir Löwen. Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað og þá lék Gunnar Steinn Jónsson ekki með Gummersbach.

Uwe Gensheimer skoraði 11 mörk fyrir Löwen sem var sex mörkum yfir í hálfleik, 9-15. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum og á endanum munaði 11 mörkum á þeim.

Ljónin frá Mannheim eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en liðin í 2. og 3. sæti (Flensburg og Kiel) eiga bæði leiki til góða á Löwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×