Erlent

Harður jarðskjálfti í Myanmar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kona í Indlandi er færð á börur eftir jarðskjálftann.
Kona í Indlandi er færð á börur eftir jarðskjálftann. Vísir/AFP
Öflugur jarðskjálfi sem mældist 6,9 skók Myanmar í dag. Skjálftinn fannst víða í s-Asíu, þar með talið í Tíbet, Indlandi, Kína og Bangladesh.

Upptök jarðskjálftans voru norð-austur af borginni Mandalay, næstfjölmennustu borg landsins. Skjálftinn fannst einnig vel í Assam-héraði í Indlandi þar sem Vilhjálmur krónprins Breta og kona hans Kate Middleton dvelja nú. Ekki er vitað hvort að einhver hafi slasast í Myanmar en innviði eru víða slæm í Myanmar. Greint hefur verið frá því að fólk hafi slasast í Indlandi.

Jarðskjálftar eru nokkuð tíðir í Myanmar en árið 2011 fórust 75 manns í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir Myanmar, Laos og Taíland.


Tengdar fréttir

Tala látinna yfir 100.000 í Búrma

Bandarískir diplómatar sem staddir eru í Búrma segja að tala látinna sé yfir hundrað þúsund. Fram hefur komið að ein milljón manna sé heimilislaus eftir yfireið fellibyljarins og þá eru enn um fimm þúsund ferkílómetrar lands undir vatni.

Mannskæður skjálfti í Myanmar

Tólf hafa fundist látnir á Myanmar eftir að jarðskjálfti upp á 6,8 stig reið yfir norðanvert landið í morgun. Mikil skelfing greip um sig í næst stærstu borg landsin Mandalay og safnaðist fólk saman á götum úti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×