Erlent

Þýskur grínisti nýtur lögregluverndar eftir ljóð um forseta Tyrklands

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Óvinirnir Erdocan og Böhmermann.
Óvinirnir Erdocan og Böhmermann. vísir/epa
Þýskur grínisti nýtur verndar lögreglu eftir að hafa lesið opinberlega umdeilt ljóð sitt um Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Erdogan hefur lagt fram kæru á hendur grínistanum.

Sumum þykir ljóðið hafa verið bjánalegt, dónalegt og óábyrgt á víðsjálverðum tímum þegar Evrópa þarf hjálp Tyrklands til að leysa flóttamannavandann. Öðrum þykir ljóðið sniðugur listgjörningur sem sýnir mikilvægi tjáningarfrelsi, gjörningur sem Erdogan sjálfur er nú orðinn hluti af.

Jan Böhmermann hefur í öllu falli vakið heimsathygli fyrir ljóðið en hann er 35 ára gamall grínisti og sjónvarpsmaður á stöðinni ZDF. Þáttur hans er á dagskrá í hverri viku en var tekinn af dagskrá í þessari viku vegna fjölmiðlaumfjöllunnar. Þýsk yfirvöld rannsaka nú hvort Böhmermann hafi brotið lagaákvæði um ærumeiðandi ummæli gegn þjóðhöfðingjum.

Sagt hefur verið að grínistinn njóti lögregluverndar vegna hótana frá stuðningsmönnum Erdogan. Ástæður að baki verndaraðgerðunum hafa þó ekki fengist staðfestar frá lögreglu.

Grínistinn las ljóðið í þætti sínum Neo Magazin Royale 31 mars síðastliðinn. Það fjallaði meðal annars um kynlíf með geitum og kindum auk kúgunar minnihlutahópa í Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×