Stórfyrirtækjum verði gert skylt að birta tölur um tekjur og skatta Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. apríl 2016 07:00 Mótmælendur efndu í gær til uppákomu fyrir utan byggingu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. vísir/epa Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í gær hugmyndir sínar um að stærstu fyrirtækjum, sem starfa í aðildarríkjum sambandsins, verði gert skylt að gera opinberlega grein fyrir skattamálum sínum. Framkvæmdastjórnin segir að Evrópusambandið verði af 50 til 70 milljörðum evra árlega vegna skattaundanskota. Þetta samsvarar ríflega 7.000 til nærri 10.000 milljörðum króna. Reglurnar eiga að ná til þúsunda fjölþjóðafyrirtækja, hvort sem þau eru evrópsk eða ekki. Eina skilyrðið er að viðkomandi fyrirtæki sé með starfsemi í ríkjum Evrópusambandsins. Reglurnar eiga hins vegar ekki að ná til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja. Fyrirtækjunum verður gert skylt að birta upplýsingar um hagnað sinn, skattgreiðslur, starfsmannafjölda og veltu, og þessar upplýsingar verði sundurliðaðar eftir aðildarríkjum ESB og nokkrum helstu skattaskjólum heims. Þessar reglur myndu ná til stórfyrirtækja á borð við Google, Apple og Starbucks, sem öll hafa verið gagnrýnd fyrir að notfæra sér skattaskjól. Jonathan Hill, sem fer með málefni fjármálafyrirtækja í framkvæmdastjórninni, sagði að bæði efnahagur og samfélag Evrópuríkjanna væru háð því að skattakerfið sé sanngjarnt: „Í dag er það samt svo, að með því að nota flókna skattahagræðingu geta sum fjölþjóðafyrirtæki komist upp með að greiða nærri þriðjungi lægri skatta en fyrirtæki sem sem starfa einungis í einu landi.“ Reglurnar, sem framkvæmdastjórnin kynnti í gær, verða á næstunni ræddar bæði á Evrópuþinginu og í ráði Evrópusambandsins. Báðar þessar stofnanir þurfa að samþykkja þær, áður en þær geta tekið gildi. Eftir að upplýsingar tóku að birtast úr Panama-skjölunum, fyrir rétt rúmlega viku, hafa stjórnvöld víða um heim boðað aðgerðir gegn skattaskjólum. Á mánudaginn kynnti til dæmis David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, áform um að fyrirtækjum verði refsað fyrir að láta starfsmenn sína komast upp með að gefa ráðleggingar um skattaundaskot. Og á sunnudaginn hvatti Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, ríki heims til að sameinast um öfluga baráttu gegn skattaskjólum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í gær hugmyndir sínar um að stærstu fyrirtækjum, sem starfa í aðildarríkjum sambandsins, verði gert skylt að gera opinberlega grein fyrir skattamálum sínum. Framkvæmdastjórnin segir að Evrópusambandið verði af 50 til 70 milljörðum evra árlega vegna skattaundanskota. Þetta samsvarar ríflega 7.000 til nærri 10.000 milljörðum króna. Reglurnar eiga að ná til þúsunda fjölþjóðafyrirtækja, hvort sem þau eru evrópsk eða ekki. Eina skilyrðið er að viðkomandi fyrirtæki sé með starfsemi í ríkjum Evrópusambandsins. Reglurnar eiga hins vegar ekki að ná til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja. Fyrirtækjunum verður gert skylt að birta upplýsingar um hagnað sinn, skattgreiðslur, starfsmannafjölda og veltu, og þessar upplýsingar verði sundurliðaðar eftir aðildarríkjum ESB og nokkrum helstu skattaskjólum heims. Þessar reglur myndu ná til stórfyrirtækja á borð við Google, Apple og Starbucks, sem öll hafa verið gagnrýnd fyrir að notfæra sér skattaskjól. Jonathan Hill, sem fer með málefni fjármálafyrirtækja í framkvæmdastjórninni, sagði að bæði efnahagur og samfélag Evrópuríkjanna væru háð því að skattakerfið sé sanngjarnt: „Í dag er það samt svo, að með því að nota flókna skattahagræðingu geta sum fjölþjóðafyrirtæki komist upp með að greiða nærri þriðjungi lægri skatta en fyrirtæki sem sem starfa einungis í einu landi.“ Reglurnar, sem framkvæmdastjórnin kynnti í gær, verða á næstunni ræddar bæði á Evrópuþinginu og í ráði Evrópusambandsins. Báðar þessar stofnanir þurfa að samþykkja þær, áður en þær geta tekið gildi. Eftir að upplýsingar tóku að birtast úr Panama-skjölunum, fyrir rétt rúmlega viku, hafa stjórnvöld víða um heim boðað aðgerðir gegn skattaskjólum. Á mánudaginn kynnti til dæmis David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, áform um að fyrirtækjum verði refsað fyrir að láta starfsmenn sína komast upp með að gefa ráðleggingar um skattaundaskot. Og á sunnudaginn hvatti Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, ríki heims til að sameinast um öfluga baráttu gegn skattaskjólum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira