Handbolti

Guðmundur: Forréttindi og pressa að þjálfa eitt besta lið heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
„Þetta var mjög krefjandi tími og mikil pressa á mér og liðinu,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Danmerkur, en hann kom Dönum á Ólympíuleika um nýliðna helgi.

„Þetta hafðist á glæsilegan hátt. Þetta var mjög erfiður riðill og við unnum hann. Við spiluðum frábærlega en reyndar ekki gegn Barein. Engu að síður kláruðum við þetta vel.“

Það var mikil pressa á Guðmundi fyrir þessa leiki og ljóst að starf hans var í raun undir. Ef hann hefði ekki komið liðinu til Ríó hefði hann líklega verið rekinn.

Danska Ekstrabladet spurði meðal annars hvort hann yrði rekinn laugardagskvöldið eftir síðasta leikinn í ÓL-umspilinu.

Sjá einnig: Guðmundur er ekki að þjálfa íslenska landsliðið

„Það er mikill heiður að þjálfa þetta landslið og það er mikil ögrun fólgin í því. Mér finnst þetta gaman og það verður að líta á það þannig að það séu ákveðin forréttindi að þjálfa eitt besta landslið í heimi. Á sama tíma er gríðarleg pressu. Í íþróttum almennt er gríðarleg pressa þar sem eru gerðar miklar kröfur,“ segir Guðmundur en hefur hann einhvern tímann íhugað að hætta?

„Ég hef ekki enn gert það. Það þýðir ekki að hugsa svoleiðis. Maður verður bara að keyra á þetta og vera á fullu í þessu. Maður þarf líka að vera eins faglegur og hægt er. Þó svo eitt blað hafi skrifað mjög leiðinlega fyrir þessa keppni þá snýst þetta um að halda fullkominni einbeitingu á það sem máli skiptir. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr því hvað sé verið að skrifa hér og þar.“

Sjá má viðtalið við Guðmund í heild sinni hér að ofan. Hér að neðan má svo hlusta á viðtal við Guðmund í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu.


Tengdar fréttir

Gummi Gumm kom Dönum á Ólympíuleikana

Danska landsliðið í handknattleik tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Ríó um helgina en liðið vann landslið Barein, 26-24, í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×