Erlent

Vilja sækja Rousseff til saka

Vísir/Getty
Nefnd á brasilíska þinginu samþykkti í gær að unnið skuli að því að lögsækja sitjandi forseta landsins, Dilmu Rousseff. Nefndin samþykkti tillöguna með 38 atkvæðum gegn 27 en hún er sökuð um að hafa fegrað bókhald ríkisins til þess að fela fjárlagahallann.

Síðasta von Roussef er að neðri deild þingsins standi með forsetanum og komi í veg fyrir lögsóknina en sú atkvæðagreiðsa fer fram 17 eða 18 apríl. Roussef segir að málið sé runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga hennar á hægri vængnum og hefur það klofið landið í tvennt. Mikið hefur verið um mótmæli og jafnvel uppþot og óeirðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×