Um málsvörn Bjarna varðandi túlkun reglna um hagsmunaskráningu þingmanna Hrafn Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2016 07:00 Meðal viðbragða Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við ásökunum um vanskráningu eignarhaldsfélags í hagsmunaskrá þingmanna vorið 2009 er sú afdráttarlausa fullyrðing hans að reglur um hagsmunaskráningu þingmanna nái ekki til eignarhaldsfélaga. Bjarni leggur þann skilning í orðalagið að skrá skuli „[h]eiti félags, sparisjóðs eða sjálfseignarstofnunar í atvinnurekstri, sem alþingismaður á hlut í og fer yfir [tiltekin viðmið]“ að þess sé ekki krafist að þingmenn skrái félög sem ekki eru í atvinnurekstri. Þessi málsvörn Bjarna gefur tilefni til nokkurra athugasemda. 1. Ef litið er yfir sambærilegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna í öðrum ríkjum – s.s. í Danmörku, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu - fæst ekki betur séð en að þær nái allar skýrt til eignarhaldsfélaga. 2. Þótt greina megi á um nákvæmt vægi slíks samanburðar er þó ljóst að hann skiptir sérstöku máli í tilviki dönsku reglnanna, en í upplýsingum á vef Alþingis kemur fram að íslensku reglurnar séu samdar með hliðsjón af þeim dönsku (en einnig var horft til þeirra norsku). 3. Jafnvel þótt samanburður við reglur annarra ríkja væri settur til hliðar, að dönsku og norsku reglunum meðtöldum, þá stendur eftir að orðalagið sem málsvörn Bjarna byggir á er í besta falli tvírætt - en ef raunverulegur vafi leikur á því hvort orðalagið nái til eignarhaldsfélaga virðist það eðlileg krafa til þingmanna að þeir hafi varann á og skrái slík félög. Þótt túlkun reglnanna sé í einhverjum skilningi „á ábyrgð þingmanna sjálfra,“ þá bera þeir þá ábyrgð gagnvart almenningi en ekki sjálfum sér. Auk þess kemur það skýrt fram í reglunum að skrifstofa Alþingis geti veitt upplýsingar og leiðbeiningar um framkvæmd skráningar. 4. Þá er eðlilegt að gefa gaum að tiltekinni skýringarreglu sem fram kemur í athugasemdum frumvarps að stjórnsýslulögum, þótt slík lög snúi að framkvæmdavaldi af ákveðnum toga en ekki löggjafarvaldi. Reglan er þess efnis að í vafatilvikum um það hvað teljist stjórnvaldsákvörðun beri að álykta „að lögin gildi fremur en að þau gildi ekki,“ á þeim grundvelli að þegar um er að ræða samskipti stjórnvalda og borgaranna sé rétt að skýra vafatilvik „til hagsbóta fyrir borgarann“ (sjá t.d. grein Róberts Spanó um stjórnsýslurétt í greinasafninu Um lög og rétt, bls. 123). Það er við hæfi að svipuð sjónarmið ráði för við túlkun tvíræðs orðalags í reglum um hagsmunaskráningu þingmanna - reglurnar eru settar til þess að gæta hagsmuna borgaranna gagnvart þeim sem fara með löggjafarvald. Auk þess eru slíkar reglur - rétt eins og stjórnsýslulögin - lágmarksreglur um hátterni valdhafa í samskiptum þeirra við borgarana. Það virðist því skýrt að það er á ábyrgð Bjarna - vilji hann halda þessari málsvörn til streitu - að sýna fram á það að einhverra hluta vegna séu afgerandi líkur á því að ætlunin með orðalagi íslensku reglnanna hafi verið að miðla þeim upplýsingum til þingmanna að eignarhaldsfélög séu undanskilin reglunum, ólíkt reglum annarra ríkja sem tekið hafa upp sambærilegar reglur. Ég hef ekki séð rök þess efnis í umræðunni og á afskaplega erfitt með að ímynda mér hvers konar gögn myndu gefa það til kynna yfirhöfuð og hvað þá á nægilega afgerandi hátt til þess að „trompa” sjónarmiðin hér að ofan. Í ljósi þessara athugasemda þykir mér einnig tilefni til þess að leggja það mat á framsetningu Bjarna á þessari tilteknu málsvörn í Kastljósi RÚV 5. apríl 2016, að hann hafi, sem þingmaður og ráðherra, talað niður til fréttamanns RÚV, og með því til almennings, þegar hann rökstuddi mál sitt með eftirfarandi orðum: „Reglur um hagsmunaskráningu tala um félög sem eru í atvinnurekstri. Það er þannig, þú skalt bara lesa þér betur til um reglurnar.“ Mér hefur margsinnis þótt Bjarni sýna vandaða getu til þess að eiga í samtali við fréttamenn og við almenning, en þessi orð bera ekki vott um þá virðingu fyrir reglum Alþingis, fréttamönnum og almenningi sem þjóðin á rétt á að kjörnir fulltrúar sýni, og eru ekki til þess fallin að skapa það margumrædda traust sem þingmönnum á Íslandi – utan stjórnar og innan – virðist bera saman um að sé meðal brýnustu verkefna íslenskra stjórnmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Meðal viðbragða Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við ásökunum um vanskráningu eignarhaldsfélags í hagsmunaskrá þingmanna vorið 2009 er sú afdráttarlausa fullyrðing hans að reglur um hagsmunaskráningu þingmanna nái ekki til eignarhaldsfélaga. Bjarni leggur þann skilning í orðalagið að skrá skuli „[h]eiti félags, sparisjóðs eða sjálfseignarstofnunar í atvinnurekstri, sem alþingismaður á hlut í og fer yfir [tiltekin viðmið]“ að þess sé ekki krafist að þingmenn skrái félög sem ekki eru í atvinnurekstri. Þessi málsvörn Bjarna gefur tilefni til nokkurra athugasemda. 1. Ef litið er yfir sambærilegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna í öðrum ríkjum – s.s. í Danmörku, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu - fæst ekki betur séð en að þær nái allar skýrt til eignarhaldsfélaga. 2. Þótt greina megi á um nákvæmt vægi slíks samanburðar er þó ljóst að hann skiptir sérstöku máli í tilviki dönsku reglnanna, en í upplýsingum á vef Alþingis kemur fram að íslensku reglurnar séu samdar með hliðsjón af þeim dönsku (en einnig var horft til þeirra norsku). 3. Jafnvel þótt samanburður við reglur annarra ríkja væri settur til hliðar, að dönsku og norsku reglunum meðtöldum, þá stendur eftir að orðalagið sem málsvörn Bjarna byggir á er í besta falli tvírætt - en ef raunverulegur vafi leikur á því hvort orðalagið nái til eignarhaldsfélaga virðist það eðlileg krafa til þingmanna að þeir hafi varann á og skrái slík félög. Þótt túlkun reglnanna sé í einhverjum skilningi „á ábyrgð þingmanna sjálfra,“ þá bera þeir þá ábyrgð gagnvart almenningi en ekki sjálfum sér. Auk þess kemur það skýrt fram í reglunum að skrifstofa Alþingis geti veitt upplýsingar og leiðbeiningar um framkvæmd skráningar. 4. Þá er eðlilegt að gefa gaum að tiltekinni skýringarreglu sem fram kemur í athugasemdum frumvarps að stjórnsýslulögum, þótt slík lög snúi að framkvæmdavaldi af ákveðnum toga en ekki löggjafarvaldi. Reglan er þess efnis að í vafatilvikum um það hvað teljist stjórnvaldsákvörðun beri að álykta „að lögin gildi fremur en að þau gildi ekki,“ á þeim grundvelli að þegar um er að ræða samskipti stjórnvalda og borgaranna sé rétt að skýra vafatilvik „til hagsbóta fyrir borgarann“ (sjá t.d. grein Róberts Spanó um stjórnsýslurétt í greinasafninu Um lög og rétt, bls. 123). Það er við hæfi að svipuð sjónarmið ráði för við túlkun tvíræðs orðalags í reglum um hagsmunaskráningu þingmanna - reglurnar eru settar til þess að gæta hagsmuna borgaranna gagnvart þeim sem fara með löggjafarvald. Auk þess eru slíkar reglur - rétt eins og stjórnsýslulögin - lágmarksreglur um hátterni valdhafa í samskiptum þeirra við borgarana. Það virðist því skýrt að það er á ábyrgð Bjarna - vilji hann halda þessari málsvörn til streitu - að sýna fram á það að einhverra hluta vegna séu afgerandi líkur á því að ætlunin með orðalagi íslensku reglnanna hafi verið að miðla þeim upplýsingum til þingmanna að eignarhaldsfélög séu undanskilin reglunum, ólíkt reglum annarra ríkja sem tekið hafa upp sambærilegar reglur. Ég hef ekki séð rök þess efnis í umræðunni og á afskaplega erfitt með að ímynda mér hvers konar gögn myndu gefa það til kynna yfirhöfuð og hvað þá á nægilega afgerandi hátt til þess að „trompa” sjónarmiðin hér að ofan. Í ljósi þessara athugasemda þykir mér einnig tilefni til þess að leggja það mat á framsetningu Bjarna á þessari tilteknu málsvörn í Kastljósi RÚV 5. apríl 2016, að hann hafi, sem þingmaður og ráðherra, talað niður til fréttamanns RÚV, og með því til almennings, þegar hann rökstuddi mál sitt með eftirfarandi orðum: „Reglur um hagsmunaskráningu tala um félög sem eru í atvinnurekstri. Það er þannig, þú skalt bara lesa þér betur til um reglurnar.“ Mér hefur margsinnis þótt Bjarni sýna vandaða getu til þess að eiga í samtali við fréttamenn og við almenning, en þessi orð bera ekki vott um þá virðingu fyrir reglum Alþingis, fréttamönnum og almenningi sem þjóðin á rétt á að kjörnir fulltrúar sýni, og eru ekki til þess fallin að skapa það margumrædda traust sem þingmönnum á Íslandi – utan stjórnar og innan – virðist bera saman um að sé meðal brýnustu verkefna íslenskra stjórnmála.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun