Erlent

Obama segir Líbýu vera hans verstu mistök

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Barack Obama
Barack Obama Vísir/EPA
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, telur eftirmála innrásar NATO í Líbýu vera verstu mistök sinnar forsetatíðar. Hann telur þó að innrásin hafi verið það rétta í stöðunni. Þetta kom fram í viðtali Fox News við forsetann á sunndag þar sem hann fór yfir afrek sín og mistök.

Eftir að Muammar Gaddafi var steypt af stóli árið 2011 skapaðist algjör glundroði þar sem herstjórnir tóku við völdum og tvö þing voru mynduð. Segir Obama að eftirmála uppreisnarinnar hefði þurft að undirbúa betur.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Obama tjáir sig um mistök í Líbýu. Í viðtali við The Atlantic í mars sagði hann að aðgerðin hefði heppnast eins vel og hann hafi vonast til en að allt væri nú á rúi og stúi í Líbýu. Í viðtalinu gagnrýndi hann einnig Frakkland og Bretland og sagði meðal annars að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafi misst sjónar á markmiðinu eftir innrásina.

Viðtal Fox News við Obama má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×