Erlent

Að minnsta kosti hundrað létu lífið þegar sprenging varð á flugeldasýningu

Heimir Már Pétursson skrifar
Að minnsta kosti eitt hundrað manns létust þegar sprenging varð á flugeldasýningu við hof Hindúa í Kerala á Indlandi í gærkvöldi. Sprengingin varð um klukkan tíu í gærkvöldi þegar fólk var að halda upp á áramót Hindúa. Bygging við hofið hrundi með þeim afleiðingum að múrbrot þeyttust á fólk.

Að minnsta kosti tvö hundruð manns slösuðust. Stjórnvöld segja að leyfi fyrir flugeldasýningunni hafi verið hafnað af öryggisástæðum. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands er á leið á staðinn en í Twitter-færslu segir hann atburðinn vera áfall. Hundruð ættingja og björgunarmanna komu á slysstaðinn í dögun til að leita að fólki í rústunum en mörg líkanna eru svo illa brennd að erfitt verður að bera kennsl á þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×