Conor kom til landsins ásamt þjálfara sínum og Gunnars Nelson, John Kavanagh, til að hjálpa Gunnari við lokaundirbúning fyrir bardaga sinn í Rotterdam 8. maí en það verður í fyrsta sinn sem Gunnar stígur í búrið eftir tap gegn Demian Maia í desember í fyrra.
Þrátt fyrir allt sem gekk á „utan vallar“ æfðu Conor og Gunnar stíft ásamt félögum sínum í Mjölniskastalanum en Gunnar er nú farinn til Dyflinnar ásamt Kavanagh og Conor til að klára undirbúning fyrir bardagann.
Conor nýtti líka tækifærið til að njóta lífsins með vinum sínum úr Mjölni eins og sjá má á frábærum myndum Kjartans Páls Sæmundssonar, hirðljósmyndara Mjölnismanna.
Conor skellti sér ásamt Mjölnisfólkinu í Gömlu laugina, á hestbak og þá keyrðu þeir á torfærubílum um fjöll og firnindi.
Myndir Kjartans Páls má sjá á Facebook-síðu Mjölnis hér að neðan.