Handbolti

Aron missir markvörðinn sinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron tekur við Álaborg í sumar og þarf að byrja á því að finna markvörð.
Aron tekur við Álaborg í sumar og þarf að byrja á því að finna markvörð. vísir/valli
Hinn nýráðni þjálfari Álaborgar, Aron Kristjánsson, er í markvarðarleit.

Það var tilkynnt í dag að sænski markvörðurinn Andreas Palicka hefði ákveðið að ganga í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen í sumar.

Palicka er vel kunnugur í þýska boltanum eftir að hafa verið í herbúðum Kiel frá 2008 til 2015. Það verður sænskt markvarðarpar hjá Löwen næsta vetur en þar er fyrir Mikael Appelgren. Palicka er að taka við af Borko Ristovski sem er að fara til Barcelona.

Hann fór svo til Álaborgar síðasta sumar en staldrar aðeins við í Danmörku í eitt ár áður en hann heldur aftur til Þýskalands.

Palicka er 29 ára gamall og hefur leikið rúmlega 50 landsleiki fyrir Svía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×