Erlent

Pútín húðskammar embættismenn sína eftir fýluferð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Var búinn að ferðast fimm þúsund kílómetra til að verða vitni að eldflaugaskoti sem fresta þurfti á síðustu stundu.
Var búinn að ferðast fimm þúsund kílómetra til að verða vitni að eldflaugaskoti sem fresta þurfti á síðustu stundu. Vísir/Getty
Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, húðskammaði í dag embættismenn sína hjá Geimferðastofnun Rússlands eftir að hann ferðaðist mörg þúsund kílómetra til þess eins að verða vitni að eldflaugaskoti frá nýrri geimferðamiðstöð sem fresta þurfti á síðustu stundu.

Skjóta átti Soyuz-eldflaug á loft frá nýrri geimferðamiðstöð Rússlands sem staðsett er í austur-Rússlandi nálægt landamærum Rússlands og Kína í Vostochny. Nýja geimferðamiðstöðin er í um fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Moskvu og hafði Pútín ferðast alla þessa leið til þess að verða vitni að skotinu.

Hætta þurfti við skotið á síðustu stundu en embættismenn segja að vélræn bilun hafi komið upp rétt fyrir áætlað skot. Áætlað er að reyna aftur á morgun og mun Pútín dvelja á staðnum þangað til. Gagnrýndi hann embættismenn sýna fyrir tafir og sífelldar bilanir

„Staðreyndin er sú að að bilanir eru ansi tíðar,“ sagði Pútín á fundi í dag með embættismönnum sínum. „Þetta er slæmt og við verðum að sjá ykkur bregðast við þessu.“

Hin nýja Geimferðamiðstöð var byggð að áeggjan Pútín svo ekki þyrfti lengur að treysta á Baikonur-miðstöðina sem staðsett er í Kazakstan. Hún var byggð á tímum Sovétríkjanna og hefur verið miðstöð geimferða Rússa en þeir hafa hinsvegar leigt hana af yfirvöldum í Kazakstan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×