Erlent

Kosið verður aftur á Spáni

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Pedro Sanches, leiðtoga Sósíalistaflokksins, tókst ekki að mynda stjórn.
Pedro Sanches, leiðtoga Sósíalistaflokksins, tókst ekki að mynda stjórn. vísir/EPA
Pedro Sanches, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, hefur gefið frá sér stjórnarmyndunarviðræður. Hann segist ekki geta myndað starfhæfan stjórnarmeirihluta á þingi.

Búist er við að gengið verði til kosninga seinni partinn í júní, líklega þann 26.

Ekkert hefur gengið í stjórnarmyndunarviðræðum frá því þing var kosið á Spáni stuttu fyrir síðustu jól.

Tveir nýir eða nýlegir flokkar, Podemos og Ciudadanos, unnu stóra sigra en gömlu flokkarnir tveir, Sósíalistaflokkurinn og Þjóðar­flokkurinn, guldu afhroð.

Gömlu flokkarnir tveir fengu ekki nægan þingstyrk samtals til að starfa saman. Vinstri flokkarnir tveir, Sósíalistar og Podemos, náðu heldur ekki nægum þingmannafjölda til stjórnarmyndunar og sömu sögu er að segja um hægri flokkana tvo, Þjóðarflokkinn og Ciudadanos.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. apríl.


Tengdar fréttir

Aflandsgögn verða birt í maí

ICIJ, Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, munu opna fyrir aðgengi að gagnagrunni með upplýsingum úr Panamaskjölunum svokölluðu þann 9. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×